Fréttir
  • Date
    21
    2025 August

    Bók um kærleikann, komin út

    Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan gaf nýlega út bók séra Þorvaldar Víðissonar: Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Bókin á sér systurbók sem Skálholtsútgáfan gaf einnig út árið 2023, en sú bók fjallar um vonina og heitir: Vonin, akkeri fyrir sálina. Bækurnar er hægt að nálgast í Kirkjuhúsinu á fyrstu hæð Bústaðakirkju, og í öðrum bókaverslunum. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

  • Date
    21
    2025 August

    Fermingarnámskeiðið gekk vel, foreldrafundur og innsetningarmessa framundan

    Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hófst á fermingarnámskeiði dagana 18. - 20. ágúst sl. Námskeiðið fór fram í Bústaðakirkju, Grensáskirkju og Fossvogskirkju og kirkjugarði. Dagskráin samanstóð af fræðslu, helgihaldi og leik. Framundan eru upplýsingafundir fyrir fermingarbörn og foreldra ásamt innsetningarmessu. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Bústaðakirkju og Grensáskirkju og þátttöku í starfi prestakallsins. 

  • Date
    14
    2025 August

    Fermingarfræðslan að hefjast, skráning gengur vel

    Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hefst á þriggja daga fermingarnámskeiði sem fram fer bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Fermingarnámskeiðið hefst mánudaginn 18. ágúst nk. kl. 9:00. Skráning í fermingarfræðslu stendur yfir, en hún fer einnig fram hér á vefnum. Verið hjartanlega velkomin í fermingarfræðslu í Fossvogsprestakalli, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. 

  • Date
    14
    2025 August

    Prestarnir skrifa um tjáningarfrelsi

    Prestar Fossvogsprestakalls skrifuðu grein á visi.is í vikunni þar sem þeir fjölluðu um tjáningarfrelsi. Greinina má nálgast bæði hér á heimasíðunni og einnig á visi.is. Vísir gerði einnig frétt af þessu tilefni sem einnig má nálgast hér. 

  • Date
    07
    2025 July

    Rólegur tími í kirkjustarfinu

    Sumarið er rólegur tími í kirkjustarfinu. Síðasta messan í Grensáskirkju fyrir sumarlokun fer fram sunnudaginn 13. júlí nk. kl. 11:00. Sumarlokun Grensáskirkju verður að venju frá 20. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Engin messa fer fram þá sunnudagana í Grensáskirkju. Kvöldmessur eru alla sunnudagana í Bústaðakirkju í sumar kl. 20, utan sunnudaginn um verslunarmannahelgi. Verið hjartanlega velkomin í kirkju í sumar. 

  • Date
    30
    2025 maí

    Sumarnámskeið í Grensáskirkju fyrir 6-9 ára börn

    Grensáskirkja býður upp á sumarnámskeið fyrir börn vikurnar 10.-13. júní og 16.-20. júní nk. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6-9 ára. Dagskráin mun fara fram í kirkjunni, safnaðarheimilinu, sem og í nærumhverfi kirkjunnar. Umsjón með starfinu hefur Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Verið hjartanlega velkomin á sumarnámskeið í Grensáskirkju. 

  • Date
    25
    2025 maí

    Kirkjan iðar af lífi

    Kirkjur Fossvogsprestakalls iða af lífi, bæði Bústaðakirkja og Grensáskirkja. Kórar halda tónleika. Til dæmis hélt Kór Skaftfellinga tónleika í Grensáskirkju í maí. Myndin sem fylgir þessarsi umfjöllun er einmitt frá þeim tónleikum. Bústaðakirkja og Grensáskirkja vilja vera sem opinn faðmur fyrir sóknarbörnin og alla sem hingað vilja leita. Yfir sumartímann fer reglulegt sunnudagshelgihald fram kl. 20 í Bústaðakirkju og kl. 11 í Grensáskirkju. Verið hjartanlega velkomin.

  • Date
    15
    2025 maí

    Fyrsta kvöldmessan í Bústaðakirkju, framundan

    Fyrsta kvöldmessan í Bústaðakirkju, þetta sumarið fer fram sunnudaginn 18. maí nk. kl. 20. Edda Austmann Harðardóttir mezzósópran og Antonía Hevesí píanóleikari annast um tónlistina. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir flytur hugvekju og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju. 

  • Date
    03
    2025 July

    Skráning í fermingarfræðslu 2025-2026 í Fossvogsprestakalli

    Fermingarfræðsla í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, hefst með námskeiði eftir miðjan ágúst. Skráning fer fram hér á vefnum og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylli skráningarformið vel út, skrái þar rétt netföng og heimilisföng því samskiptin í framhaldinu fara heilmikið fram í gegnum tölvupóst. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málið. Verið hjartanlega velkomin í fermingarstörfin í Fossvogsprestakalli. 

     

     

  • Date
    04
    2025 maí

    Útskrift úr Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar fór fram í Grensáskirkju

    Eva Sól Andrésdóttir og Gréta Petrína Zimsen voru útskrifaðar úr Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar við hátíðlega athöfn í Grensáskirkju, sunnudaginn 4. maí sl. Sr. Laufey Brá Jónsdóttir þjónaði fyrir altari. Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi Fossvogsprestakalls afhenti þeim útskriftarskjölin fyrir hönd Leiðtogaskólans. Við óskum Evu Sól og Grétu Petrínu innilega til hamingju með útskriftina. Guð verndi þær í lífi og starfi.

  • Date
    24
    2025 April

    Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

    Listaverk leikskólabarna frá leikskólum hverfisins prýða anddyri Bústaðakirkju þessa dagana. Sýningin var opnuð í dag, á Sumardaginn fyrsta. Þá fór fram í Bústaðakirkju stutt samvera áður en gengið var fylktu liði í skrúðgöngu niður í Vík. Skólahljómsveit Austurbæjar spilaði nokkur vel valin lög, Antonía Hevesí lék á píanó með Fanný Lísu Hevesí, sem söng tvö sumarleg lög. Hjalti Guðmundsson formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flutti ávarp. Við þökkum fyrir samveruna í Bústaðakirkju í dag. Gleðilegt sumar. 

  • Date
    24
    2025 April

    Gleðidagar í kjölfar páska

    Helgihald um dymbilviku og páska var ágætlega sótt í Fossvogsprestakalli. Við nutum einsöngs og samsöngs, kórsöngs og samveru. Á Páskadagsmorgni var síðan boðið til morgunverðar að loknum hátíðarguðsþjónustum í báðum kirkjum. Við þökkum öllum þátttöku í helgihaldi dymbilviku og páska. Megi upprisusól páskanna lýsa upp tilveru ykkar. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.