-
Date172025 December
Jól og áramót í Grensáskirkju
Dagskrá Grensáskirkju verður hefðbundin yfir jól og áramót. Þar má finna guðsþjónustu á jólanótt, helgihald heyrnarlausra og sameiginlegt jólaball safnaðanna, ásamt öllu hinu. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju yfir hátíðarnar.
Date172025 DecemberJól og áramót í Bústaðakirkju
Dagskrá Bústaðakirkju um jól og áramót verður hefðbundin, þar sem heilmikil dagskrá er fyrir börnin. Hér eru nánari upplýsingar um þjónustuna um jólin. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju um hátíðarnar.
Date162025 DecemberJól og áramót í Bústaðakirkju og Grensáskirkju
Jólin verða hátíðleg í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. Aftansöngur og hátíðarguðsþjónustur á hefðbundnum tímum, eins og undanfarin ár. Dagskrá fyrir börnin á aðfangadag kl. 16 og jólaball sunnudaginn 28. desember kl. 15. Sjá nánar plakatið hér. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um hátíðarnar.
Date112025 DecemberInga Sæland ráðherra flutti hátíðarræðu
Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram 7. desember kl. 17. Inga Sæland, ráðherra, flutti hátíðarræðu. Fermingarbörnin gengu inn með ljósið um leið og allir sungu Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörn Mar Þorsteinsson lék á selló í samspili með Ástu Haraldsdóttur organista. Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Arnar Ásmundsson varaformaður sóknarnefndar flutti ávarp. Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir sungu þrjú lög. Við þökkum öllum fyrir samveruna á aðventuhátíð Grensáskirkju.
Date112025 DecemberKvenfélag Bústaðasóknar útnefnir heiðursfélaga
Árlegur jólafundur Kvenfélags Bústaðasóknar var haldinn mánudagskvöldið 8. desember 2025. Á fundinum voru heiðraðar tvær félagskonur fyrir störf sín fyrir félagið. Laufey Erla Kristjánsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir voru á fundinum gerðar heiðursfélagar Kvenfélags Bústaðasóknar. Selma Gísladóttir formaður Kvenfélags Bústaðasóknar afhenti þeim heiðursskjal af þessu tilefni. Laufeyju Erlu og Halldóru eru þökkuð þeirra dýrmætu störf og þjónusta fyrir Kvenfélagið og Bústaðasókn í gegnum áratugina og þeim óskað til hamingju með heiðursnafnbótina.
Date012025 DecemberAðventuhátíð Grensáskirkju fer fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember nk. kl. 17
Aðventuhátíð Grensáskirkju fer fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember nk. kl. 17:00. Inga Sæland,ráðherra flytur hátíðarræðu. Strengjasveit Suzuki tónlistarskólans spilar, Kirkjukór Grensáskirkju syngur.Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir syngja. Fermingarbörn lesa ritningarlestur. fArnar Ásmundsson flytur ávarp. Messuþjónar aðstoða við innganginn, að afhenda kerti. Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Grensáskirkju.
Date012025 DecemberYndisleg aðventuhátíð í Bústaðakirkju
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fór fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember sl. kl. 17. Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason tóku þátt í hátíðinni. Frú Halla flutti hátíðarræðu. Barnakór Fossvogs söng ásamt Kammerkór Bústaðakirkju, undir stjórn Jónasar Þóris organista. Húsfyllir var í kirkjunni og þökkum við öllum sem tóku þátt fyrir samveruna.
Date252025 NovemberAðventuhátíð Bústaðakirkju, fyrsta sunnudag í aðventu kl. 17
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember nk. kl. 17:00. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, mun flytja hátíðarávarp. Barnakór Fossvogs syngur og Kammerkór Bústaðakirkju. Jónas Þórir leiðir hljómsveit, einsöngvara, dúó, tríó og barnakór. Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Bústaðakirkju.
Date252025 NovemberGóðar móttökur í Ljósinu
Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélags Bústaðasóknar heimsóttu Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, föstudaginn 14. nóvember sl. Þar afhentu fulltrúar safnaðarins og kvenfélagsins, Ernu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Ljóssins fjárframlag sem var afrakstur Bleiks október í Bústaðakirkju. Andrea Þóra Ásgeirsdóttir, kirkjuhaldari, afhenti Ernu staðfestingu þessa, eins og sést á myndinni.
Date252025 NovemberHátt í 500 manns í Grensáskirkju í gær, á mánudegi
Mánudaginn 24. nóvember var líf og fjör í Grensáskirkju, eins og reyndar marga aðra daga. Þann mánudaginn komu hátt í 500 manns í kirkjuna. Fyrst var þar fjölmenn útför og svo hélt kirkjukór Grensáskirkju sína vikulegu æfingu. Að henni lokinni fóru fram tónleikar Suzuki tónlistarskólans. Hjálparstarf kirkjunnar hélt fund um vonina og síðan fór fram æfing Óperukórsins um kvöldið. Svona eru dagarnir stundum í kirkjum Fossvogsprestakalls. Við þökkum fyrir samveruna í Grensáskirkju.
Date102025 NovemberBleikur október skilaði yfir 1.400.000.- til Ljóssins og Krabbameinsfélagsins
Bleikur október í Bústaðakirkju var haldinn í fimmtánda skipti nú í ár. Jónas Þórir organisti hafði veg og vanda að dagskránni eins og áður. Hádegistónleikar fóru fram alla miðvikudagana í október. Aðgangur á hádegistónleikana var ókeypis en tónleikagestum var boðið að styðja Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og kaupa bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins. Samtals skilaði Bleikur október Ljósinu og Krabbameinsfélaginu yfir kr. 1.400.000.- Við þökkum tónlistarfólkinu dýrmætt framlag sitt og öllum tónleikagestum samveruna, þátttökuna og fjárframlögin, sem fara í góð málefni.
Date062025 NovemberBækurnar trúin, vonin og kærleikurinn komnar út
Þriðja bókin í þríleiknum VONIN akkeri fyrir sálina, KÆRLEIKURINN fellur aldrei úr gildi og TRÚIN flytur fjöll, er komin út. Allar innihalda þær safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um trú, von og kærleika. Höfundur bókarinnar er séra Þorvaldur Víðisson og útgefandi er Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan, sem er til húsa á fyrstu hæðinni í Bústaðakirkju.
Pagination
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir