-
Date062025 November
Bækurnar trúin, vonin og kærleikurinn komnar út
Þriðja bókin í þríleiknum VONIN akkeri fyrir sálina, KÆRLEIKURINN fellur aldrei úr gildi og TRÚIN flytur fjöll, er komin út. Allar innihalda þær safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um trú, von og kærleika. Höfundur bókarinnar er séra Þorvaldur Víðisson og útgefandi er Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan, sem er til húsa á fyrstu hæðinni í Bústaðakirkju.
Date062025 NovemberFermingarbörnin safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
Fermingarbörnin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju munu ganga í hús fimmtudaginn 6. nóvember nk. og safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Söfnunin mun fara fram á milli kl. 17-20. Um er að ræða árlega söfnun fermingarbarna á landinu öllu til stuðning vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Við biðjum alla góðfúslega að taka vel á móti fermingarbörnunum og styðja vel við bakið á mikilvægu og faglegu starfi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Date032025 NovemberHrekkjavakan í Grensáskirkju
Hrekkjavakan var sýnileg í Grensáskirkju í liðinni viku. Þar mátti sjá beinagrindur, drauga, köngulær og annan óhugnað. Umgjörð barna- og æskulýðsstarfsins var því heldur óhugguleg þá vikuna, eins og myndirnar bera með sér. Séra Guðný Hallgrímsdóttir, sérþjónustuprestur, átti heiðurinn af skreytingunum öllum. Hrekkjavökuhátíð var haldin í æskulýðsstarfi fatlaðra. Skreytingarnar vöktu mikla lukku í Grensáskirkju.
Date282025 OctoberFyrirbænastundir í hádeginu alla þriðjudaga í Grensáskirkju
Fyrirbænastund fer fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12:00. Stundin hefst á því að Ásta Haraldsdóttur organisti leikur tónlist. Þá leiða prestarnir fyrirbænastundina frá kl. 12:10, þar sem hægt er að óska eftir því að beðið sé sérstaklega fyrir einstaklingum eða tilteknum málefnum. Stundinni lýkur fyrir kl. 12:30, en þá er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar, gegn vægu gjaldi. Verið hjartanlega velkomin.
Date282025 OctoberHádegistónleikar Alto falla niður vegna veðurs
Hádegistónleikar Alto sem vera áttu í Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. október nk. falla niður vegna veðurs. Tónleikarnir hefðu verið síðasti dagskrárliðurinn í Bleikum október í Bústaðakirkju að þessu sinni. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds og annarrar dagskrár Bústaðakirkju.
Date232025 OctoberDýrmæt stund
Í kvöld áttu fermingarbörn og forráðamenn úr Grensássókn og Bústaðasókn saman dýrmæta stund í Bústaðakirkju með prestunum sínum og æskulýðsfulltrúa.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir ræddi um sorg og sorgarviðbrögð af mikilli þekkingu, næmni og nærgætni.
Ketill Ágússon lék á flygil og gítar og flutti frumsamið lag sem hann tileinkaði ömmu sinni sem er fallin frá.Það ríkti hlý og notaleg stemning í kirkjunni þar sem samvera, samkennd og tónlist runnu saman í dýrmæta kvöldstund.
Date232025 OctoberBjarni Ara og hljómsveit fylltu Bústaðakirkju á hádegistónleikum
Bjarni Arason og hljómsveit fylltu Bústaðakirkju á hádegistónleikum miðvikudaginn 22. október sl. Bjarni Sveinbjörnsson lék á bassa, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar og Jónas Þórir á flygil. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika í Bústaðakirkju.
Date162025 OctoberLauflétt og dásamleg Bítlasveifla
Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir héldu dásamlega hádegistónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. október sl. Á dagskrá voru Bítlalög í klassískum búningi ásamt fleiri skemmtilegum lögum. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um kynningu og bæn í lok tónleikanna. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin.
Date152025 OctoberÚtvarpsmessan verður send út frá Grensáskirkju
Útvarpsmessan á Rás eitt sunnudaginn 19. október nk. verður send út frá Grensáskirkju kl. 11:00. Upptakan fer fram fimmtudaginn 16. október nk. Sunnudagurinn 19. október er dagur heilbrigðisþjónustunnar í þjóðkirkjunni. Þá er lyft upp þjónustu presta og djákna á Landspítalanum og mun starfsfólk Landspítalans taka þátt í messunni ásamt prestum Grensáskirkju. Upptökuna verður síðan hægt að nálgast á spilara RÚV í kjölfar útsendingarinnar.
Date152025 OctoberKirkjuprakkarar og Móse í körfunni í Grensáskirkju
Kirkjuprakkarar koma saman í Grensáskirkju á þriðjudögum þessar vikurnar. Í samverunum ríkir gleði þar sem leikið er með lego og biblíusögurnar eru kubbaðar. Nú í vikunni var það sagan af Móse í körfunni, sem var á dagskrá. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir starfið ásamt leiðtogum.
Date082025 OctoberDiddú, Jónas Þórir og smekkfull Bústaðakirkja
Bústaðakirkja var stappfull á hádegistónleikum Diddúar og Jónasar Þóris í dag, þar sem yfir 300 manns sóttu dagskrána. Við þökkum Diddú og Jónasi Þóri frábæra tónleika og öllum tónleikagestum samveruna í dag. Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október, dagskrána má sjá hér fyrir neðan. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Date032025 OctoberBleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju
Bleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju. Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjarni Atlason, Edda Austmann Harðardóttir og Anna Sigríður Helgadóttir sungu einsöng undir stjórn Jónasar Þóris, sem stýrir dagskrá Bleiks október í Bústaðakirkju, eins og undanfarin 15 ár. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana í Bleikum október í Bústaðakirkju, verið hjartanlega velkomin.
Pagination
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir