Fréttir
 • Date
  21
  2024 júní

  Biblíusaga helgarinnar: Á bjargi byggði

  Tveir menn voru eitt sinn að leita að stað til að byggja sér hús. Annar byggði húsið sitt á bjargi, á meðan hinn byggði húsið sitt á sandi. Hvað ætli hafi gerst þegar byrjaði svo að rigna?

 • Date
  20
  2024 júní

  Og meira um vinnuskólann

  Þessi hörkuduglegu ungmenni sem við höfum hjá okkur þessar vikurnar eru búin að lyfta grettistaki hjá okkur í prestakallinu.

 • Date
  14
  2024 júní

  Biblíusaga helgarinnar: Samúel fær engan svefnfrið

  Samúel var örþreyttur að reyna að sofna þegar það er kallað á hann. Honum til mikillar furðu þá var það ekki presturinn Elí að kalla. Gæti það hafa verið Guð?

 • Date
  13
  2024 júní

  Sumar í Fossvogsprestakalli

  Nú er vikulegt starf í Fossvogsprestakalli að mestu komið í sumarfrí. Messur eru í Grensáskirkju á sunnudagsmorgnum kl. 11 fram í miðjan júlí en kirkjan er lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 6. ágúst. Bústaðakirkja er opin í allt sumar, nema um verslunarmannahelgina. Kvöldmessur eru í Bústaðakirkju kl. 20. 

 • Date
  11
  2024 júní

  Blómlegt samstarf við vinnuskólann

   Næstu vikur má sjá ungmenni úr Vinnuskóla Reykjavíkur á fullur í kringum Grensáskirkju og Bústaðakirkju. Prestakallið er komið í samstarf við Vinnuskólann og nýtur þeirrar gæfa að fá fjögur ungmenni til starfa til sín. 

 • Date
  08
  2024 júní

  Biblíusaga helgarinnar: Sakkeus fær gest

  Biblíusaga helgarinnar er "Sakkeus fær gest." Hann Sakkeus var mjög ríkur af peningum en fátækur af vinum. Hann var nefnilega þjófóttur og fólk treysti honum ekki. En það átti eftir að breytast daginn sem hann hitti Jesú.

 • Date
  31
  2024 maí

  Biblíusaga helgarinnar: Daníel í ljónagryfjunni

  Biblíusaga helgarinnar er "Daníel í ljónagryfjunni." Öll þjóðin var hrædd við ljón konungsins. Þau voru þekkt fyrir að vera sérlega grimm. En þegar honum Daníel var varpað í ljónagryfjuna fékk hann sérstaka vernd.

 • Date
  27
  2024 maí

  Auður Pálsdóttir guðfræðinemi leiddi helgihaldið

  Auður Pálsdóttir guðfræðinemi leiddi helgihaldið í morgunmessu í Grensáskirkju og kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 26. maí sl. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldi Fossvogsprestakalls um helgina. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. 

 • Date
  25
  2024 maí

  Biblíusaga helgarinnar: Mettunin

  Biblíusaga helgarinnar er "Mettunin." Jesús var búinn að tala við mannfjöldann 

  í allan dag og vildi gefa þeim að borða.  

  Því miður voru vinir hans ekki með 

  nægilega mikið af mat til að gefa öllum. 

  En þá steig fram ungur drengur 

  með nestiskörfuna sína.

 • Date
  23
  2024 maí

  Dásamleg ferð eldri borgara í Odda

  Hópur eldri borgara úr Fossvogsprestakalli lagði land undir fót miðvikudaginn 22. maí sl. Ferðinni var heitið í Odda á Rangárvöllum. Við þökkum öllum fyrir samveruna í vorferð eldri borgarastarfsins í Fossvogsprestakalli og við þökkum gestrisni og góðar móttökur í Odda. 

 • Date
  17
  2024 maí

  Biblíusaga helgarinnar: Örkin hans Nóa

  Biblíusaga helgarinnar er "Örkin hans Nóa." Nói fékk mikilvægt verkefni sem hann tók af mikilli alvöru. Hann fékk nefnilega verkefnið frá Guði. Hann átti að byggja gríðarlega stóra örk sem að myndi rúma allar dýrategundir jarðarinnar og bjarga þeim frá flóði.

 • Date
  12
  2024 maí

  Vorhátíð barnastarfsins haldin með pompi og prakt

  Vorhátíð barnastarfsins var haldin með pompi og prakt í síðustu barnamessunni í Bústaðakirkju fyrir vetrarfrí. Mætingin var þrumugóð, en nóg var um að vera. Barnakór Fossvogs, útskrift Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar, öndin, blessun krossins, hoppukastali, sumargrill, andlitsmálun og blöðrudýr.