-
Date272026 January
Stóri kótilettudagurinn í Bústaðakirkju
Stóri kótilettudagurinn verður haldinn í Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. febrúar nk. kl. 12:00. Húsið opnar kl. 12:00 og hefst maturinn kl. 12:30. Kótilettur með gamla laginu og meðlæti. Kaffi og konfekt í eftirrétt. Verð kr. 3.500.- á mann. Ketill Ágústsson spilar á gítar og syngur. Skráning í Bústaðakirkju í síma 553-8500 eða með tölvupósti á holmfridur@kirkja.is. Bókið sem fyrst þar sem fjöldi gesta er takmarkaður. Verið hjartanlega velkomin á stóra kótilettudaginn í Bústaðakirkju.
Date262026 JanuaryFjölmenn Eyjamessa í Bústaðakirkju
Guðsþjónusta síðasta sunnudags eftir þrettándann í Bústaðakirkju var helguð Vestmannaeyjum. Þá fór fram svokölluð Eyjamessa, þar sem Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁtVR) tók þátt í undirbúningi og framkvæmd. Að lokinni messu bauð ÁtVR til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu. Við þökkum öllum þátttökuna í Bústaðkirkju á síðasta sunnudegi eftir þrettándann.
Date162026 JanuaryAlfa námskeið í Bústaðakirkju, komdu og vertu með
Alfa námskeið verður haldið í Bústaðakirkju á fimmtudögum frá 29. janúar nk. kl. 18:30. Á Alfa er á einfaldan og þægilegan máta fjallað um grundvallaratriði kristinnar trúar og boðskap Biblíunnar. Umgjörð Alfa er afslöppuð og þægileg. Ekki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbindingar gerðar til þátttakenda. Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir og spyrja spurninga. Vertu hjartanlega velkomin á Alfa námskeið í Bústaðakirkju. Tekið er á móti skráningum í síma 553-8500 og í gegnum tölvupóst.
Date012026 JanuaryÞökkum fyrir alla þátttöku í þjónustu kirknanna um hátíðarnar
Þátttaka í helgihaldi og allri dagskrá Bústaðakirkju og Grensáskirkju á aðventu, jólum og um áramótin var að jafnaði góð. Á aðfangadagskvöld voru kirkjurnar báðar fullar. Jólaball Fossvogsprestakalls var haldið í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. desember kl. 15. Metfjöldi sótti jólaballið. Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna í helgihaldi kirknanna í Fossvogsprestakalli og allri dagskrá á helgum hátíðum. Gleðilegt ár, með þökkum fyrir hið liðna.
Date172025 DecemberJól og áramót í Grensáskirkju
Dagskrá Grensáskirkju verður hefðbundin yfir jól og áramót. Þar má finna guðsþjónustu á jólanótt, helgihald heyrnarlausra og sameiginlegt jólaball safnaðanna, ásamt öllu hinu. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju yfir hátíðarnar.
Date172025 DecemberJól og áramót í Bústaðakirkju
Dagskrá Bústaðakirkju um jól og áramót verður hefðbundin, þar sem heilmikil dagskrá er fyrir börnin. Hér eru nánari upplýsingar um þjónustuna um jólin. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju um hátíðarnar.
Date162025 DecemberJól og áramót í Bústaðakirkju og Grensáskirkju
Jólin verða hátíðleg í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. Aftansöngur og hátíðarguðsþjónustur á hefðbundnum tímum, eins og undanfarin ár. Dagskrá fyrir börnin á aðfangadag kl. 16 og jólaball sunnudaginn 28. desember kl. 15. Sjá nánar plakatið hér. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um hátíðarnar.
Date112025 DecemberInga Sæland ráðherra flutti hátíðarræðu
Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram 7. desember kl. 17. Inga Sæland, ráðherra, flutti hátíðarræðu. Fermingarbörnin gengu inn með ljósið um leið og allir sungu Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörn Mar Þorsteinsson lék á selló í samspili með Ástu Haraldsdóttur organista. Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Arnar Ásmundsson varaformaður sóknarnefndar flutti ávarp. Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir sungu þrjú lög. Við þökkum öllum fyrir samveruna á aðventuhátíð Grensáskirkju.
Date112025 DecemberKvenfélag Bústaðasóknar útnefnir heiðursfélaga
Árlegur jólafundur Kvenfélags Bústaðasóknar var haldinn mánudagskvöldið 8. desember 2025. Á fundinum voru heiðraðar tvær félagskonur fyrir störf sín fyrir félagið. Laufey Erla Kristjánsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir voru á fundinum gerðar heiðursfélagar Kvenfélags Bústaðasóknar. Selma Gísladóttir formaður Kvenfélags Bústaðasóknar afhenti þeim heiðursskjal af þessu tilefni. Laufeyju Erlu og Halldóru eru þökkuð þeirra dýrmætu störf og þjónusta fyrir Kvenfélagið og Bústaðasókn í gegnum áratugina og þeim óskað til hamingju með heiðursnafnbótina.
Date012025 DecemberAðventuhátíð Grensáskirkju fer fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember nk. kl. 17
Aðventuhátíð Grensáskirkju fer fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember nk. kl. 17:00. Inga Sæland,ráðherra flytur hátíðarræðu. Strengjasveit Suzuki tónlistarskólans spilar, Kirkjukór Grensáskirkju syngur.Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir syngja. Fermingarbörn lesa ritningarlestur. fArnar Ásmundsson flytur ávarp. Messuþjónar aðstoða við innganginn, að afhenda kerti. Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Grensáskirkju.
Date012025 DecemberYndisleg aðventuhátíð í Bústaðakirkju
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fór fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember sl. kl. 17. Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason tóku þátt í hátíðinni. Frú Halla flutti hátíðarræðu. Barnakór Fossvogs söng ásamt Kammerkór Bústaðakirkju, undir stjórn Jónasar Þóris organista. Húsfyllir var í kirkjunni og þökkum við öllum sem tóku þátt fyrir samveruna.
Date252025 NovemberAðventuhátíð Bústaðakirkju, fyrsta sunnudag í aðventu kl. 17
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember nk. kl. 17:00. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, mun flytja hátíðarávarp. Barnakór Fossvogs syngur og Kammerkór Bústaðakirkju. Jónas Þórir leiðir hljómsveit, einsöngvara, dúó, tríó og barnakór. Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Bústaðakirkju.
Pagination
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir