sr. Eva Björk Valdimarsdóttir
Jónas Þórir
Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari í útvarpsmessu dagsins á Rás eitt, sunnudaginn 11. júní nk. kl. 11. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju, eða að viðtækjunum.
Vorhreingerning fór fram í Grensáskirkju í blíðskapar veðri, fimmtudaginn 1. júní sl. Formaðurinn, Erik Pálsson, er hér á þaki safnaðarheimilisins, því kirkjan var þrifin og hreinsuð hátt og lágt, og einnig lóðin. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna.
Allar kvöldmessur sumarsins í Bústaðakirkju munu skarta einsöngvurum úr Kammerkór Bústaðakirkju. Anna Klara Georgsdóttir ríður á vaðið núna um helgina við undirleik Jónasar Þóris organista. Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.