Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru í Grensáskirkju í hádeginu á þriðjudögum. Kyrrðarstundin er vettvangur kyrrðar og íhugunar, bænar og fyrirbænar. Ólík form hafa verið notuð á kyrrðarstundunum eins og Biblíuleg íhugun, form núvitundarstunda og kyrrðarbæn.
Tekið er á móti fyrirbænarefnum hjá prestunum og í Grensáskirkju.
Stundin er öllum opin. Leikin er ljúf tónlist og veita stundirnar öllum sem þess óska tækifæri á að stíga út úr erli dagsins til helgrar andlegrar iðkunar. Jafnframt er streymt frá stundunum á Facebook síðu Grensáskirkju. Verið öll hjartanlega velkomin.