Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk). Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarupplýsingar, hér á heimasíðunni, eða með því að senda upplýsingarnar á netfangið daniel@kirkja.is. Það er ókeypis að taka þátt. Umsjónarmenn starfsins og leiðtogar sækja börnin sem skráð eru yfir í Krakkakot, frístundarheimili Hvassaleitisskóla og fylgja þeim yfir í Grensáskirkju, sé þess óskað. Börn sem ekki eru í Hvassaleitisskóla geta mætt beint í Grensáskirkju. Að starfinu loknu er börnunum fylgt í frístundaheimilið eða forráðamenn sækja börnin í kirkjuna eða þau bjarga sér heim, sjá skráningarblaðið.  

Hvar?

Í Grensáskirkju, safnaðarheimilinu og kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr kirkjunnar.

Sköpuð til að vera skapandi

Yfirskirftin að þessu sinni er Sköpuð til að vera skapandi. Öll erum við ólík á okkar eigin hátt og það er engin ein leið til þess að vera skapandi.

 Við viljum hvetja börnin til þess að virkja sín tjáningarform. Við viljum sýna í verki hvernig skapandi hugar og hendur efla fjölbreytileikann og gleðina í heiminum. Við munum segja sögur úr Biblíunni og tala um hvernig þessar sögur geta hjálpað okkur í okkar daglega lífi.

Hvenær?

Á þriðjudögum kl. 14:50-16:00 og einn sunnudag kl. 11:00. 
Dagsetningar
Þriðjudaginn 26. september 
Þriðjudaginn 3. október 
Þriðjudaginn 10. október 
Þriðjudaginn 17. október 
Þriðjudaginn 24. október
Þriðjudaginn 31. október - Búningadagur
Sunnudaginn 5. nóvember - Uppskeruhátið í fjölskyldumessu

 

Verið hjartanlega velkomin í kirkjuprakkara í Grensáskirkju.