Vinir í bata í Grensáskirkju
Vinir í bata í Grensáskirkju
Á fimmtudagskvöldum er boðið er upp á 30 vikna andlegt ferðalag í Grensáskirkju, þar sem notast er við 12 sporakerfið til að takast á við trúarlegar spurningar og lífið sjálft. Þetta starf kallast Vinir í bata.
Tólf spora starfið er andlegt ferðalag, sjálfsstyrking, sem byggist á því að vinna með sjálfa(n) sig en jafnframt að gefa og þiggja í hópi. Ekki er gengið út frá því að þátttakendur eigi við nein sértæk vandamál að stríða heldur er um að ræða almenna uppbyggingu í því skyni að kynnast sínum innri manni nánar og geta þannig betur tekist á við viðfangsefni og áskoranir lífsins.
Fyrstu skiptin er hægt að koma og kynna sér ferlið án skuldbindinga um áframhaldandi þátttöku. Nýir hópar fara af stað í byrjun september.