Kirkjuprakkarar
Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk). Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarupplýsingar, hér á heimasíðunni, eða með því að senda upplýsingarnar á netfangið solveig@kirkja.is. Það er ókeypis að taka þátt. Umsjónarmenn starfsins og leiðtogar sækja börnin sem skráð eru yfir í Krakkakot, frístundarheimili Hvassaleitisskóla og fylgja þeim yfir í Grensáskirkju, sé þess óskað. Börn sem ekki eru í Hvassaleitisskóla geta mætt beint í Grensáskirkju. Að starfinu loknu er börnunum fylgt í frístundaheimilið eða forráðamenn sækja börnin í kirkjuna eða þau bjarga sér heim. Skráningarformið er hér.
Hvar?
Hvar?
Í Grensáskirkju, safnaðarheimilinu og kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr kirkjunnar.
Biblíusögur með leik og LEGO
Yfirskriftin að þessu sinni er Biblíusögur með leik og LEGO. Við munum lesa nokkrar Biblíusögur og tengja boðskap þeirra við nútímann. Við munum bæði leika þær með léttum leikmunum og byggja þær með LEGO kubbum.
Hvenær?
Á þriðjudögum kl. 15:00-16:10 og einn sunnudag kl. 11:00.
Dagsetningar
Þriðjudaginn 18. febrúar
Þriðjudaginn 25. febrúar
Þriðjudaginn 4. mars
Þriðjudaginn 11. mars
Þriðjudaginn 18. mars
Þriðjudaginn 25. Mars
Sunnudaginn 30. mars kl. 11.00 – 12.30.
Uppskeruhátið í fjölskyldumessu kl.11:00 í Grensáskirkju og sýning á verkum barnanna.
Hjartanlega velkomin(n)
Verið hjartanlega velkomin í kirkjuprakkara í Grensáskirkju.