Starf eldriborgara

Samverur eru á miðvikudögum kl 13:00-16:00 yfir vetrartímann.

Hólmfríður Ólafsdóttir Djákni mun leiða starfið í vetur og með henni munu vera þær Laufey Kristjánsdóttir, og Þóra Minerva Hreiðarsdóttir

 

Hvað og hvernig ? 

Í vetur verður spilað og föndrað sem fyrr, kyrrðarstund og slökun í kapellu. Góðir gestir koma í heimsókn, sem miðla okkur af sjóðum sínum, syngja, segja frá og flytja fróðleg erindi, sóknarprestur eða djákni annast hugleiðingu og bæn. 

Gátan víðfræga verður á sínum stað og verðlaun veitt fyrir rétt svör. 

Sigurbjörg verður í eldhúsinu og töfrar fram meðlætið. 

Kaffið kostar kr. 500.- Bílamiðar kr. 500.- 

Karlakaffi er annan föstudag í mánuði frá kl 10-11:30

Morgunsamvera fyrir heldri karla, notaleg stund yfir kaffibollanum og að sjálfsögðu vínarbrauð með. Gestir koma í heimsókn og miðla af fróðleik sínum. 

Góðr hugmyndir eru alltaf vel þeganar í starfinu hjá okkur. Við hvetjum ykkur til þess að koma með ykkar efni og deila því með okkur hinum á samverustundunum. 

Samverurnar verða skemmtilegri og innihaldsríkari ef við gefum eitthvað af okkur sjálfum. 

Ef þið viljið láta í ykkur heyra, þá endilega skrifið til holmfridur@kirkja.is.    

 Starfið verður enn betra ef við tölum saman í einlægni. 

Bílaþjónusta 

Þið sem óskið eftir að láta sækja ykkur fyrir samverustundirnar eru beðin að skrá ykkur hjá kirkjuvörðum. Síðan mun okkar ágæti Grétar koma og sækja ykkur. 

 

Kirkjuverðir sími 553 8500 

Hikið ekki við að nota bílaþjónustuna. 

 

Bústaðakirkja - kirkjan okkar ! 

Það er gott að hugleiða hvað kirkjan okkar merkir. Við erum kirkjan, söfnuðurinn, og eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Það er enginn til þess að annast um kirkjuna nema við sjálf. 

Við glæðum hana lífi og vináttu með því að koma þar saman og njóta samverustundanna. Látum kirkjuna vera okkar annað heimili.