Fermingarfræðsla í Fossvogsprestakalli

Við fræðumst um trú, kirkju, kærleika, ást og vináttu. Lífið og tilgang þess. Umhverfi okkar, gagnrýna hugsun og hvað það þýðir að vera manneskja. Við leggjum áherslu á virðingu fyrir öllum trú- og lífsskoðunarfélögum. Við viljum gefa börnunum tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um að gera Jesú Krist að leiðtoga og fyrirmynd. Við nálgumst þetta mikilvæga viðfangsefni á fjölbreyttan hátt með samtali, fyrirlestrum, myndböndum, leikjum og þátttöku í helgihaldi og æskulýðsstarfi

Skráning fer fram hér

Hvar og hvenær?

Fermingarfræðslan hefst á haustnámskeiði fyrir öll fermingarbörn Fossvogsprestakalls.

  • 19. - 21. ágúst  kl. 09:00 – 12:00.
  • 19. ágúst mæta þau í kirkjuna sína, Grensáskirkju eða Bústaðakirkju
  • 20. ágúst verðum við öll í Grensáskirkju
  • 21. ágúst verðum við öll í Bústaðakirkju

Fræðslan í vetur verður svo

  • í Bústaðakirkju á miðvikudögum kl. 15:30 og 16:30
  • í Grensáskirkju á fimmtudögum kl 15:30 

Hægt er að velja um þessa þrjá fræðslutíma þegar þið skráið ykkur

Ferð í Vatnaskóg!

Einn af hápunktum vetrarins er fermingarnámskeið í Vatnaskógi þar sem við dveljum í tvo daga. Farið verður í Vatnaskóg 16.-17. september. Brottför er kl. 8:00 frá Grensáskirkju og 08:15 frá Bústaðakirkju og komið til baka um kaffileytið daginn eftir. Þetta verður allt auglýst betur síðar.

Þátttaka í messum og æskulýðsstarfi!

Fermingarbörnin eiga að koma minnst 2 sinnum í æskulýðsstarfið, 2 sinnum í barnamessu eða fjölskyldusamveru og 6 sinnum í almenna guðsþjónustu. Þær eru kl. 11 í Grensáskirkju, kl. 13 í Bústaðakirkju á veturna en kl. 20 í Bústaðakirkju á sumrin. Foreldrar eru hvattir til að koma með.

Í messunum munum við að taka tillit til annarra kirkjugesta og að í kirkjunni erum við á helgum stað.

Hjálparstarf

Í fermingarfræðslu Fossvogsprestakalls tökum við þátt í söfnun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Kostnaður

Fermingarfræðslugjaldið er samkvæmt gjaldskrá Prestafélags Íslands 23.388 krónur (https://prestafelag.is/gjaldskra/). Auk þess eru 2000 krónur fyrir fermingarkirtli og 2000 krónur fyrir fermingarfræðslubók. Fyrir utan þetta er Vatnaskógarferðin en sérstaklega er greitt hana 12.000 kr. sem er fyrir rútu og mat í Vatnaskógi. Ef fólk á í greiðsluerfiðleikum þá biðjum við ykkur að láta okkur vita.

Þegar barnið hefur verið skráð í fermingarfræðsluna kemur upp greiðslulinkur í skráningarkerfinu þar sem greitt er fyrir allt nema ferðina í Vatnaskóg. Fyrir þau sem ekki ná að klára greiðsluna þá er linkurinn hér: https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=hHkfuDI8w. Mikilvægast er að klára skráningu svo við höfum allar upplýsingar um fermingarbarnið, foreldra og forráðamenn. Við notum aðallega tölvupóst til þess að miðla upplýsingum þannig að það er afar mikilvægt að skrá netfang sem þið fylgist með.