Tíu-til-tólf ára starf, TTT

TTT - Tíu-til-tólf ára starf

Tíu til tólf ára starf í Grensáskirkju

Tíu til tólf ára starfið eða TTT í Grensáskirkju er eins og nafnið gefur til kynna starf fyrir öll börn á aldrinum 10-12 ára eða í 5.-7. bekk. Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarformið á kirkja.is, eða með því að senda upplýsingarnar á netfangið solveig@kirkja.is. Það er ókeypis að taka þátt. Börnin mæta sjálf í starfið í safnaðarheimili Grensáskirkju en gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.

Hér er hægt að skrá sig í starfið hér

Biblíusögur með leiklist og tónlist

Yfirskriftin að þessu sinni er Biblíusögur með leiklist og tónlistVið munum lesa nokkrar Biblíusögur og tengja boðskap þeirra við nútímann. Við munum tengja þær við leiklist og tónlist. Þáttakendur fá tækifæri til þess að setja upp nútímalegan helgileik með léttum leikmunum og tónlist. Sumir leika eða leikstýra á meðan aðrir búa til búninga og létta leikmuni. Einnig munum við búa til stuttmynd af ferlinu og leikverkinu.

Hvenær?

Á þriðjudögum kl. 16:30-18:00 og einn sunnudag kl. 11:00. 


Dagsetningar


Þriðjudaginn  30. september
Þriðjudaginn  7. október
Þriðjudaginn 14. október
Þriðjudaginn 21. október
Þriðjudaginn 28. október
Þriðjudaginn  4. nóvember


Sunnudaginn 9. nóvember kl. 11.00 – 12.30.

 

Uppskeruhátið í fjölskyldumessu kl.11:00 í Grensáskirkju og sýning á leikverki barnanna.

 

Hjartanlega velkomin(n)

 

Verið hjartanlega velkomin í TTT, tíu-til-tólf ára starf í Grensáskirkju.