Athugið að TTT-starfið er komið í frí

Tíu-til-tólf ára starf, TTT

Tíu til tólf ára starf í Grensáskirkju

Tíu til tólf ára starfið eða TTT í Grensáskirkju er eins og nafnið gefur til kynna starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára eða í 5.-7. bekk. Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarformið á kirkja.is, eða með því að senda upplýsingarnar á netfangið daniel@kirkja.is. Það er ókeypis að taka þátt. Börnin mæta sjálf í starfið í safnaðarheimili Grensáskirkju en gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.

Hér er hægt að skrá sig í starfið https://kirkja.is/skraningar/ttt

Yfirskirftin að þessu sinni er Tölum um tilfinningar. Öll verðum við glöð, reið, leið og allt annað á milli. Það kallast að vera mannleg.

Tilfinningaskalinn er víður og mikilvægur. Tilfinningarnar okkar eiga rétt á sér en við þurfum að hugsa um hvernig við notum og tjáum þær. Þessa önnina ætlum við að tala um tilfinningarnar okkar. Við munum segja sögur úr Biblíunni og tala um hvernig þessar sögur geta hjálpað í okkar daglega lífi.

Hvar?

Í Grensáskirkju, safnaðarheimilinu og kirkjunni. Gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.

Hvenær?

Á þriðjudögum kl. 16:10-17:10 og einn sunnudag kl. 11:00.

Dagsetningar

Þriðjudaginn 23. janúar
Þriðjudaginn 30. janúar
Þriðjudaginn 6. febrúar
Þriðjudaginn 13. febrúar
Þriðjudaginn 20. febrúar
Þriðjudaginn 27. febrúar
Sunnudaginn 3. mars- Uppskeruhátið í fjölskyldumessu

Verið hjartanlega velkomin í Tíu til tólf ára starf  í Grensáskirkju.