Tíu-til-tólf ára starf, TTT
Tíu-til-tólf ára starf, TTT
Tíu til tólf ára starf í Grensáskirkju
Tíu til tólf ára starfið eða TTT í Grensáskirkju er eins og nafnið gefur til kynna starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára eða í 5.-7. bekk. Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarformið á kirkja.is, eða með því að senda upplýsingarnar á netfangið solveig@kirkja.is. Það er ókeypis að taka þátt. Börnin mæta sjálf í starfið í safnaðarheimili Grensáskirkju en gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.
Hér er hægt að skrá sig í starfið hér.
Börn sem friðflytjendur
Yfirskriftin að þessu sinni er Börn sem friðflytjendur. Öll börn geta verið friðflytjendur. Við getum öll flutt frið með ýmsum hætti. Hlutverk okkar allra er að vera góð við hvort annað og okkur sjálf. Við munum skoða það hvernig við getum fundið frið í huga okkar og hjarta og unnið saman að friði. Með hugarró, frið í hjarta og jákvæðum samskiptum erum við öll friðflytjendur.
Í Fjallræðu Jesú Krists sem finna má í 5, kafla Matteusarguðspjalls segir í 9. versi: Sælir eru friðflytjendur, því þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
Þessa önnina munum við velta því sérstaklega fyrir okkur hvernig börn geta verið friðflytjendur og hvaða merkingu það getur haft. Við munum tjá friðarhugmyndir með margs konar listsköpun, leikjum og söngvum og segja sögur úr Biblíunni og tala um hvernig þessar sögur geta hjálpað okkur að vera friðflytjendur.
Hvar?
Í Grensáskirkju, safnaðarheimilinu og kirkjunni. Gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.
Hvenær?
Á þriðjudögum kl. 16:10-17:20 og einn sunnudag kl. 11:00.
Dagsetningar
Þriðjudaginn 1. október
Þriðjudaginn 8. október
Þriðjudaginn 15. október
Þriðjudaginn 22. október
Þriðjudaginn 29. október
Þriðjudaginn 5. nóvember
Sunnudaginn 10. nóvember - Uppskeruhátið í fjölskyldumessu kl.11:00 í Grensáskirkju
Verið hjartanlega velkomin í tíu-til-tólf ára starf, TTT í Grensáskirkju