Æskulýðsstarf

Æskulýðsfélagið Pony er æskulýðsfélag fyrir krakka í 8.-10. bekk. Vorið 2023 fara fundirnir fram í safnaðarheimili Bústaðakirkju, neðri hæð, gengið inn að sunnanverðu, á fimmtudögum klukkan 20.00-21.30. Félagið er samstarfsverkefni Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Þátttaka er ókeypis.

Æskulýðsfélagið er vettvangur krakka til að leika, læra og efla bænalíf sitt í góðu og heilbrigðu umhverfi. Áhersla er á að hafa dagskránna fjölbreytta og skemmtilega. Félagið tekur virkan þátt í viðburðum og mótum ÆSKÞ og ÆSKR.

Umsjón með æskulýðsstarfinu hafa Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi, Ásmundur Máni Þorsteinsson og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, ásamt leiðtogum.

Hægt er að finna alla helstu barna- og æskulýðssöngva á síðunni lofgjord.com.

Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar ÆSKÞ 

ÆSKR – Æskulýðssamband Kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum