-
Date282025 March
Motown og kór FÍH, flæðimessa og LEGÓ, sunnudaginn 30. mars
Unga fólkið verður í fyrirrúmi í helgihaldi sunnudagsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Motown stemning og kór FÍH í Bústaðakirkju kl. 13, flæðimessa og uppskeruhátíð í Grensáskirkju kl. 11. Barnamessan verður á sínum stað í Bústaðakirkju kl. 11. Verið hjartanlega velkomin.
Date202025 MarchÚtvarpsmessan í Ríkisútvarpinu verður frá Grensáskirkju
Útvarpsmessa dagsins í Ríkisútvarpinu á Rás eitt, sunnudaginn 23. mars nk. kl. 11:00 verður frá Grensáskirkju. Upptaka fór fram fimmtudaginn 20. mars. Það er bæn okkar í Grensáskirkju að útsending helgihaldsins megi verða öllum þeim sem hlusta, vettvangur andlegrar næringar, friðar og bænar. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna í upptökunni og biðjum öllum sem á hlýða blessunar og friðar.
Date062025 MarchVið fögnum nýjum prestum
Séra Laufey Brá Jónsdóttir og séra Sigríður Kristín Helgadóttir hafa verið ráðnar til starfa í Fossvogsprestakalli. Sjö umsóknir bárust um stöðurnar tvær. Við fögnum ráðningu þeirra og bjóðum þær hjartanlega velkomnar til starfa.
Date032025 MarchBörnin og unglingarnir í fyrirrúmi á æskulýðsdaginn
Æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Fossvogsprestakalli, sunnudaginn 2. mars sl. Skólahljómsveit Austurbæjar lék listir sínar í messu dagsins í Grensáskirkju kl. 11, barnakór Fossvogs söng síðan í guðsþjónustu dagsins í Bústaðakirkju kl. 13. Ungir orgelnemar léku þar á orgel. Barnamessan var á sínum stað kl. 11 í Bústaðakirkju. Við þökkum öllum fyrir samveruna á æskulýðsdaginn í kirkjum Fossvogsprestakalls.
Date252025 FebruarySakkeus og kirkjuprakkararnir í LEGÓ
Sagan af Sakkeus var á dagskrá í kirkjuprakkarastarfinu í Grensáskirkju í dag. LEGÓ er notað til að miðla frásögum Biblíunnar í starfinu, en frásögur Biblíunnar fjalla um elsku Guðs til mannsins og heimsins. Hinn kristni boðskapur er boðskapur mildi og hlýju, fyrirgefningar og kærleika. Sakkeus er ein af kjarnapersónum Biblíunnar og má sjá hann hér upp í tréi á legóspjaldinu í Grensáskirkju. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi hefur umsjón með kirkjuprakkarastarfinu. Verið hjartanlega velkomin í starfið.
Date242025 FebruaryRósir voru afhentar á Konudaginn
Konudagurinn var haldinn hátíðlegur í báðum kirkjum Fossvogsprestakalls, sunnudaginn 23. febrúar sl. þar sem rósir voru afhentar við kirkjudyr að messum loknum. Hér á myndinni má sjá Andreu Þóru Ásgeirsdóttur kirkjuvörð Bústaðakirkju ásamt nokkrum fermingarstúlkum við rósabúntin að lokinni guðsþjónustu í Bústaðakirkju. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldi Konudagsins í Fossvogsprestakalli.
Date182025 FebruaryÚganda til umfjöllunar hjá Vinum Hjálparstarfs kirkjunnar, komdu og vertu með
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 24. febrúar nk. kl. 12:00 og snæða saman. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfsins og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin. Múlakaffi sér um matseldina að þessu sinni. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.
Date172025 FebruaryHver vegur að heiman er vegur heim
Eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju er blómlegt og dagskráin fjölbreytt þetta misserið. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni sér um skipulagningu og framkvæmd, í samstarfi við Andreu Þóru Ásgeirsdóttur kirkjuvörð og fleiri. Miðvikudaginn 12. febrúar sl. kom séra Vigfús Bjarni Albertsson í heimsókn. Hann las úr nýrri bók sinni Hver vegur að heiman er vegur heim, sem Skálholtsútgáfan gaf út fyrir jólin. Við þökkum ykkur öllum fyrir samveruna.
Date172025 FebruaryÁstin og lífið í Bústaðakirkju í febrúar
Ástin og lífið voru á dagskrá í Bústaðakirkju í febrúar. Fyrirlestrar voru haldnir um ýmis þemu ástarinnar. Yfirskriftin var Ástin og lífið í Bústaðakirkju. Febrúar í tali, tónum og ljóðum. Við þökkum öllum sem tóku þátt í dagskránni með okkur. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Date132025 FebruaryLegó og leikur í kirkjuprökkurum og TTT í Grensáskirkju
Kirkjuprakkarar og TTT eru að hefjast að nýju. Skráning stendur yfir og verða fyrstu samverurnar þriðjudaginn 18. febrúar nk. Yfirskriftin að þessu sinni er Biblíusögur með leik og LEGO. Við munum lesa nokkrar Biblíusögur og tengja boðskap þeirra við nútímann. Við munum bæði leika þærmeð léttum leikmunum og byggja þær með LEGO kubbum. Verið hjartanlega velkomin í barna- og æskulýðsstarfið í Fossvogsprestakalli.
Date062025 FebruaryKótilettur og svo varð rauð viðvörun
Stóri kótilettudagurinn fór fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. febrúar sl. kl. 12:00. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og Andrea Þóra Ásgeirsdóttir kirkjuvörður höfðu veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd dagskrárinnar. Glatt var yfir öllum þrátt fyrir að rauðar viðvaranir væru handan hornsins. Við þökkum öllum þátttökuna og minnum á eldri borgarastarfið sem fram fer í Bústaðakirkju alla miðvikudaga í vetur.
Date312025 JanuaryÁstin og lífið. Febrúar í Bústaðakirkju í tali, tónum og ljóðum
Ástin verður á dagskrá í Bústaðakirkju í febrúar. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra og samverur þrjú kvöld í tengslum við Valentínusardaginn, sem hafa ástina og kærleikann að leiðarljósi. Laugadaginn 15. febrúar verður síðan boðið upp á orgelleik og prestsþjónustu við hjónavígslur öllum að kostnaðarlausu. Ástarmessa verður síðan á dagskrá sunnudaginn 16. febrúar kl. 13. Kynnið ykkur dagskrána, sjá plakatið, og verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Pagination
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir