Fréttir
  • Date
    18
    2024 November

    Við erum friðflytjendur, fjölskyldumessa í Grensáskirkju

    Fjölskyldumessa fór fram í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember sl. kl. 11:00. Stundin var jafnframt uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem börnin voru í fyrirrúmi og tóku virkan þátt. Við þökkum öllum hjartanlega við þátttökuna í fjölskyldumessunni og uppskeruhátíð barnastarfsins.

  • Date
    15
    2024 November

    Ungbarnanudd á foreldramorgni í Bústaðakirkju

    Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00. Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju. 

  • Date
    07
    2024 November

    Góðir gestir úr Verslunarskóla Íslands

    Sunnudaginn 3. nóvember sótti hress hópur nemenda úr 3-B, Verslunarskóla Íslands, ásamt kennara sínum, Ármanni Halldórssyni, messu í Grensáskirkju. Tilefnið var að kynna sér starf kirkjunnar í tengslum við námsefni um trúmál í heimspeki. Nemendurnir voru áhugasamir og var samtalið fróðlegt og skemmtilegt. Við þökkum Ármanni kennara og nemendunum hjartanlega fyrir komuna í Grensáskirkju. 

  • Date
    07
    2024 November

    Menningarlegt og kirkjulegt starf í þínu nærumhverfi

    Söfnuðir þjóðkirkjunnar eru sjálfstæðar þjónustueiningar sem standa fyrir kirkjulegu og menningarlegu starfi í nærumhverfinu, á hverjum stað. Með skráningu í þjóðkirkjuna styðjum við því trúarlegt og menningarlegt starf í nærumhverfi okkar. Með skráningu í þjóðkirkjuna eflir þú félagsauðinn í kirkjunni í hverfinu þínu. Hér getur þú kannað hvort þú sért skráð(ur) í þjóðkirkjuna. Verið hjartanlega velkomin í þjóðkirkjuna. 

  • Date
    24
    2024 October

    Kammerkór Bústaðakirkju

    Kammerkór Bústaðakirkju samanstendur af öflugu söng- og tónlistarfólki. Formaður kórsins er Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jafnframt er starfsræktur karlakórinn Tónbræður, sem Jóhann Friðgeir sinnir jafnframt forystu fyrir. Organisti Bústaðakirkju og stjórnandi kóranna er Jónas Þórir kantor Bústaðakirkju. 

  • Date
    18
    2024 October

    Séra Skúli S. Ólafsson flutti erindi

    Séra Skúli Sigurður Ólafsson flutti erindi í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Yfirskrift erindisins var: Hvað tók við af dýrðlingunum? Sálarheill og sálarró á 17. öld. Við þökkum öllum sem tóku þátt. 

     

  • Date
    18
    2024 October

    Fræðslukvöld með fermingarbörnum og foreldrum

    Fræðslukvöld var haldið með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra fimmtudaginn 17. október sl. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir fjallaði um sorg, áföll og viðbrögð við missi. Við þökkum fermingarbörnunum, foreldrum þeirra og forráðamönnum góða samveru og þátttöku í fræðslukvöldinu. 

  • Date
    18
    2024 October

    Bernadett, Edda og Gréta á glæsilegum hádegistónleikum

    Sópransöngkonurnar Bernadett Hegyi, Edda Austmann Harðardóttir og Gréta Hergils Valdimarsdóttir héldu glæsilega hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Antonía Hevesí lék undir. Séra Bryndís Böðvarsdóttir leiddi tónleikana. Við þökkum öllum þátttökuna og framlagið til Ljóssins. 

  • Date
    23
    2024 October

    Leiðarþing fer fram í Áskirkju

    Leiðarþing fer fram í Áskirkju miðvikudaginn 23. október nk. kl. 19:30. Leiðarþingið er haldið á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna beggja, austur og vestur, og er opið öllum áhugasömum. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku á leiðarþingi. 

  • Date
    15
    2024 October

    Andrea Þóra Ásgeirsdóttir er nýr kirkjuvörður Bústaðakirkju

    Andrea Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Hún hefur þegar hafið störf. Við fögnum Andreu Þóru og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa. 

     

  • Date
    09
    2024 October

    Fermingarbörnin fengu Nýja testamentið að gjöf

    Fermingarbörn Fossvogsprestakalls fengu góða heimsókn í fermingarfræðsluna í þessari viku. Gunnar Sigurðsson og Ólafur Sverrisson félagsmenn Orðsins komu færandi hendi og afhentu fermingarbörnunum Nýja testamentið að gjöf. Við þökkum félagsfólki Orðsins rausnarskapinn og hina dýrmætu gjöf og biðjum starfi félagsins blessunar til framtíðar. 

  • Date
    09
    2024 October

    Frábærir tónleikar Kammerkórs Bústaðakirkju

    Kammerkór Bústaðakirkju hélt glæsilega tónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju miðvikudaginn 9. október kl. 12:05. Yfir 100 manns mættu á tónleikana, sem séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um að leiða. Við þökkum öllum fyrir komuna og stuðninginn við Bleiku slaufuna og Ljósið. Verið hjartanlega velkomin á dagskrána í Bleikum október í Bústaðakirkju.