Fréttir
  • Date
    08
    2025 October

    Diddú, Jónas Þórir og smekkfull Bústaðakirkja

    Bústaðakirkja var stappfull á hádegistónleikum Diddúar og Jónasar Þóris í dag, þar sem yfir 300 manns sóttu dagskrána. Við þökkum Diddú og Jónasi Þóri frábæra tónleika og öllum tónleikagestum samveruna í dag. Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október, dagskrána má sjá hér fyrir neðan. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í Bleikum október í Bústaðakirkju.  

  • Date
    03
    2025 October

    Bleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju

    Bleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju. Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjarni Atlason, Edda Austmann Harðardóttir og Anna Sigríður Helgadóttir sungu einsöng undir stjórn Jónasar Þóris, sem stýrir dagskrá Bleiks október í Bústaðakirkju, eins og undanfarin 15 ár. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana í Bleikum október í Bústaðakirkju, verið hjartanlega velkomin. 

  • Date
    02
    2025 October

    Útvarpsmessa frá Bústaðakirkju

    Útvarpsguðsþjónustan á Rás eitt, sunnudaginn 5. október nk. kl. 11:00, verður send út frá Bústaðakirkju. Upptakan fór fram í dag, fimmtudaginn 2. október. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Edda Austmann Harðardóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarni Atlason syngja einsöng. Björn Thoroddsen leikur á gítar og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju í Bleikum október

  • Date
    02
    2025 October

    Krílasálmanámskeið í Grensáskirkju

    Krílasálmanámskeið hefst í Grensáskirkju mánudaginn 13. október nk. kl. 10 og verður einu sinni í viku, alla mánudaga, í sex vikur til og með 17. nóvember. Námskeiðið er ætlað ungabörnum á aldrinum þriggja mánaða til eins árs. Fjöldi þátttakenda takmarkast við tólf börn. Skráning fer fram hér á heimasíðunni. Verið hjartanlega velkomin á krílasálmanámskeið í Grensáskirkju.

  • Date
    29
    2025 September

    Kirkjan lifnar við þegar ungt fólk stígur fram

  • Date
    24
    2025 September

    Bleikur október í Bústaðakirkju

    Bleikur október í Bústaðakirkju er framundan. Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í Bústaðakirkju kl. 12:05. Yfirskriftin að þessu sinni er: Stríð - friður og kærleikur. Jónas Þórir stýrir dagskrá hádegistónleikanna. Aðgangur er ókeypis en tónleikagestum verður boðið að styðja við bakið á starfi Ljóssins. Bleika slaufan verður einnig til sölu í Bústaðakirkju í október. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

  • Date
    23
    2025 September

    Kirkjuprakkarar og TTT eru að hefjast

    Barnastarfið í Grensáskirkju er að hefjast. Kirkjuprakkarar eru ætlaðir krökkum á aldrinum 6-9 ára og TTT er ætlað börnum á aldrinum 10-12 ára. Skráning stendur yfir. Biblíusögur með leik og LEGÓ verður þemað. Nánari upplýsingar hér fyrir neðan. Verið hjartanlega velkomin. 

  • Date
    21
    2025 September

    Ungir sem aldnir á faraldsfæti

    Fermingarhópur vetrarins fór í árlega ferð sína í Vatnaskóg í vikunni og dvaldi í rúman sólarhring. Um 100 fermingarbörn fóru úr Bústaðakirkju og Grensáskirkju ásamt prestum sínum, æskulýðsfulltrúa og leiðtogum. Haustferð eldri borgara var farin miðvikudaginn 17. september sl. Við þökkum ungum sem öldnum fyrir samveruna í ferðum vikunnar. Allt gekk það vel og allir skiluðu sér heilir heim.

     

     

     

  • Date
    29
    2025 August

    Fjölbreytt dagskrá í Bústaðakirkju og Grensáskirkju í vetur

    Kirkjan er vettvangur samfélags og þess að við fáum tækifæri til að rækta okkar andlega líf í einrúmi og í samfélagi við fleiri. Dagskráin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju í vetur verður fjölbreytt, þar sem þekktir dagskrárliðir verða á sínum stað í bland við nýja. Nánari upplýsingar má finna á plakatinu hér. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í starfi kirkjunnar. 

  • Date
    26
    2025 August

    Nýjum prestum fagnað og fermingarbörn boðin velkomin

    Sunnudaginn 24. ágúst sl. var stórhátíð í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Fermingarbörn og foreldrar fjölmenntu til helgihaldsins og séra Guðbjörg Jóhannesdóttir prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra setti nýja presta safnaðanna, séra Sigríði Kristínu Helgadóttur og séra Laufeyju Brá Jónsdóttur formlega inn í prestsembætti við söfnuðina. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og óskum söfnuðunum innilega til hamingju. 

  • Date
    21
    2025 August

    Bók um kærleikann, komin út

    Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan gaf nýlega út bók séra Þorvaldar Víðissonar: Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Bókin á sér systurbók sem Skálholtsútgáfan gaf einnig út árið 2023, en sú bók fjallar um vonina og heitir: Vonin, akkeri fyrir sálina. Bækurnar er hægt að nálgast í Kirkjuhúsinu á fyrstu hæð Bústaðakirkju, og í öðrum bókaverslunum. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

  • Date
    21
    2025 August

    Fermingarnámskeiðið gekk vel, foreldrafundur og innsetningarmessa framundan

    Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hófst á fermingarnámskeiði dagana 18. - 20. ágúst sl. Námskeiðið fór fram í Bústaðakirkju, Grensáskirkju og Fossvogskirkju og kirkjugarði. Dagskráin samanstóð af fræðslu, helgihaldi og leik. Framundan eru upplýsingafundir fyrir fermingarbörn og foreldra ásamt innsetningarmessu. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Bústaðakirkju og Grensáskirkju og þátttöku í starfi prestakallsins.