-
Date202025 January
Fyrirbænir í Grensáskirkju alla þriðjudaga
Fyrirbænastundir fara fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga. Stundin hefst á orgelleik kl. 12 og tíu mínútum síðar hefst bænastundin sjálf. Eftir ritningarlestur, bænir og fyrirbænir er svo aftur leikið á orgel. Öllum viðstöddum er boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Verið hjartanlega velkomin í bænastund í Grensáskirkju.
Date202025 JanuaryStóri kótilettudagurinn í Bústaðakirkju
Stóri kótilettudagurinn fer fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. febrúar nk. Húsið opnar klukkan 12:00 og matur hefst kl. 12:30. Örn Árnason syngur og segir sögur. Jónas Þórir leikur á píanó. Bókið sem fyrst þar sem fjöldi gesta er takmarkaður. Verið hjartanlega velkomin á stóra kótilettudaginn í Bústaðakirkju.
Date162025 JanuaryFarsælt samstarf Bústaðakirkju og Tónskólans í Reykjavík
Bústaðakirkja og Tónskólinn í Reykjavík eiga með sér farsælt samstarf. Við fögnum því góða samstarfi.
Date162025 JanuaryStórskemmtileg stemmning í Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi nýs árs
Stórskemmtileg stemmning var í troðfullri Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi á nýju ári, 5. janúar sl. kl. 11. Frímúrarastúkan Glitnir fagnaði 50 ára afmæli með þátttöku í guðsþjónustu dagsins. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. Séra Örn Bárður Jónsson prédikaði. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldinu og hátíðinni. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Date052025 JanuarySéra Maríu og séra Daníel Ágústi þökkuð þjónustan
Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu séra Maríu G. Ágústsdóttur fráfarandi sóknarprests Fossvogsprestakalls og séra Daníels Ágústs Gautasonar fráfarandi æskulýðsprests, sem haldin var sunnudaginn 5. júní 2025 kl. 11:00. Í lok guðsþjónustunnar flutti Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju ávarp. Við þökkum öllum sem komu til kirkju á þessum tímamótum.
Date302024 DecemberFjölskyldan saman um áramótin
Jólin og hátíðardagarnir eru tími fjölskyldunnar. Við tökum því undir hvatningu Samanhópsins og hvetjum fjölskyldur til að vera saman um áramótin. Minnum einnig á helgihaldið í Bústaðakirkju og Grensáskirkju á gamlárskvöld og nýársdag. Sjá nánar hér til hliðar. Gleðilega hátíð.
Date292024 DecemberJólaball og helgistund á sunnudeginum milli hátíða
Jólaball Fossvogsprestakalls fór fram sunnudaginn 29. desember kl. 15. Dagskráin hófst á helgistund í Bústaðakirkju. Að helgistund lokinni var farið inn í safnaðarheimili þar sem gengið var í kringum jólatréð. Kaffi og smákökur voru í boði fyrir alla viðstadda. Fjölmenni var á jólaballinu og þökkum við öllum fyrir komuna. Verið hjartanlega velkomin í kirkju um áramótin.
Date202024 DecemberLjósinu afhent söfnunarfé Bleiks október í Bústaðakirkju
Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélags Bústaðasóknar færðu endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu fjárstyrk í dag, að fjárhæð kr. 500.000.- Móttökurnar í Ljósinu voru ljúfar og hlýjar. Fjármagnið var gjafafé frá tónleikagestum í Bleikum október í Bústaðakirkju, ásamt framlagi Kvenfélags Bústaðasóknar. Við þökkum listafólkinu öllu, fræðimönnum sem og tónleikagestum og söfnuðinum öllum þátttökuna með okkur í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Date182024 DecemberJólin í Fossvogsprestakalli
Mikið verður um dýrðir um jólin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. Allt hefðbundið helgihald verður á sínum stað um hátíðarnar og má sjá dagskrána hér til hliðar. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um jólin.
Date062024 DecemberEin messa á hverjum sunnudegi kl. 11 í Bústaðakirkju á aðventunni
Alla sunnudaga aðventunnar fer fram ein messa í Bústaðakirkju klukkan 11. Engin messa er kl. 13 á aðventunni. Í stað þess að barnamessa sé kl. 11 og hefðbundin guðsþjónusta klukkan 13 fer fram fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11 alla sunnudaga aðventunnar. Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessurnar í Bústaðakirkju alla sunnudaga aðventunnar.
Date062024 DecemberAðventuhátíð, Katrín Jakobs, barnakór, 50 ára fermingarbörn, vöfflur, söngur og gleði í Bústaðakirkju
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra flutti frábæra hátíðarræðu á aðventukvöldi Bústaðakirkju. Barnakór Fossvogs söng dásamlega. Við þökkum tónlistarfólki öllu fyrir gefandi tóna og ykkur öllum fyrir yndislega samveru.
Date182024 NovemberVið erum friðflytjendur, fjölskyldumessa í Grensáskirkju
Fjölskyldumessa fór fram í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember sl. kl. 11:00. Stundin var jafnframt uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem börnin voru í fyrirrúmi og tóku virkan þátt. Við þökkum öllum hjartanlega við þátttökuna í fjölskyldumessunni og uppskeruhátíð barnastarfsins.
Pagination
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir