Fréttir
  • Date
    15
    2024 April

    Aðalsafnaðarfundur fór fram í Grensáskirkju

    Aðalsafnaðarfundur Grensássóknar fór fram í safnaðarheimili Grensáskirkju að lokinni messu sunnudaginn 14. apríl sl. kl. 12:05. Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram. Við þökkum ykkur þátttökuna í helgihaldi dagsins og á aðalsafnaðarfundi Grensássóknar. 

  • Date
    11
    2024 April

    Sýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla í safnaðarheimili Grensáskirkju

    Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla héldu listasýningu í safnaðarheimili Grensáskirkju dagana 20. mars til 10. apríl sl. Hanna Jónsdóttir myndlistarkennari fór fyrir hópnum, en hér til hliðar má sjá hana ásamt hluta af nemendahópnum, þar sem þau komu saman í sýningarlok. Við þökkum gott og skemmtilegt samstarf. 

  • Date
    11
    2024 April

    Vinadagur í Bústaðakirkju

    Kátur hópur eldri borgara frá Álftanesi, Bessastaðakirkju, heimsótti eldriborgara starf Fossvogsprestakalls í Bústaðakirkju í gær, miðvikudaginn 10. apríl. Barnakór Fossvogsskóla söng fyrir gesti í kirkjunni. Við þökkum vinum okkar af Álftanesi fyrir komuna og hlökkum til að hitta þau aftur.

  • Date
    08
    2024 April

    Barnamessurnar í Bústaðakirkju á sínum stað

    Barnamessurnar fara fram í Bústaðakirkju á hverjum sunnudegi kl. 11. Síðasta sunnudag heimsóttu Rebbi refur og Fróði okkur og fræddu okkur um upprisuboðskapinn. Verið hjartanlega velkomin í barnamessu í Bústaðakirkju. 

  • Date
    04
    2024 April

    Útvarpsmessan verður úr Bústaðakirkju

    Útvarpsmessa úr Bústaðakirkju verður á dagskrá Rásar eitt, sunnudaginn 7. apríl nk. kl. 11. Síðan verður hægt að nálgast hana á spilara RÚV. Nánar um dagskrána hér. 

  • Date
    20
    2024 March

    Helgihald um bænadaga og páska - Opin kirkja

    Helgihald Fossvogsprestakalls um bænadaga og páska er hefðbundið. Helgihald verður á skírdagskvöld, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í báðum kirkjum prestakallsins, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Opin kirkja í Grensáskirkju, mánudaginn 25. mars og þriðjudaginn 26. mars. Nánar hér. 

  • Date
    20
    2024 March

    Listasýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla haldin í Grensáskirkju

    Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla halda þessa dagana listasýningu í safnaðarheimili Grensáskirkju. Við fögnum sýningu nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla og bjóðum gesti hjartanlega velkomna að líta verkin augum. 

  • Date
    19
    2024 March

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju mánudaginn 25. mars nk. kl. 12 og snæða saman hádegisverð. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri flytur spánýjar fréttir af störfum Hjálparstarfsins í Malaví. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju. 

  • Date
    31
    2024 March

    Páskagleði kl. 8 á páskadagsmorgun í báðum kirkjum

    Á páskadagsmorgun kl. 8 er boðið til hátíðarguðsþjónustu og morgunverðar í báðum kirkjum Fossvogsprestakalls.

  • Date
    11
    2024 March

    Messa og tónleikar í tilefni Mottumars

    Í tilefni Mottumars kom Róbert Jóhannsson, umsjónarmaður Strákakrafts, í heimsókn í Bústaðakirkju og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju fluttu valin lög eftir stjórnanda sinn, Jónas Þóri.

  • Date
    17
    2024 March

    Barna- og fjölskyldumessur í Grensáskirkju 17. og 24. mars

    Barnamessurnar verða í Grensáskirkju 17. og 24. mars kl. 11 vegna ferminga í Bústaðakirkju. Verum öll velkomin!

  • Date
    05
    2024 March

    Mottumars í Bústaðakirkju

    Sunnudaginn 10. mars vekjum við athygli á átakinu Mottumars í messu kl. 13 í Bústaðakirkju og á tónleikum Kammerkórs Bústaðakirkju kl. 15. Milli messu og tónleika verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Aðgangur er ókeypis en fólk hvatt til styrkja átakið með frjálsum framlögum. Barnamessan verður á sínum stað kl. 11. Verum velkomin í Bústaðakirkju - gjarna í Mottumarssokkum!