Smekkfullt á jólaballi í Bústaðakirkju
Þátttaka í helgihaldi og allri dagskrá Bústaðakirkju og Grensáskirkju á aðventu, jólum og um áramótin var að jafnaði góð. Haldið var upp á kirkjudaga Grensáskirkju og Bústaðakirkju í upphafi aðventu, með fjölsóttum aðventuhátíðum í báðum kirkjum.
Á aðfangadagskvöld voru kirkjurnar báðar fullar og sinntu prestar og starfsfólk einnig helgihaldi og þjónustu á hjúkrunarheimilum og stofnunum í prestakallinu. Nánari upplýsingar um dagskrána sem fram fór á helgum jólum í Fossvogsprestakalli, má finna á plakatinu hér fyrir neðan.
Jólaball Fossvogsprestakalls var haldið í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. desember kl. 15. Metfjöldi sótti jólaballið og má segja að safnaðarheimili Bústaðakirkju hefði ekki mátt vera minna fyrir allan þann fjölda. Dansað var í kringum jólatréð og jólasveinn gladdi börnin með góðgæti og skemmtilegheitum. Myndin hér með fréttinni er frá jólaballinu.
Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna í helgihaldi kirknanna í Fossvogsprestakalli og allri dagskrá á helgum hátíðum. Hlökkum til samverustunda á nýju ári.
Gleðilegt ár, með þökkum fyrir hið liðna.
Dagskrá Fossvogsprestakall um jól og áramót
Hér má sjá upplýsingar um helgihaldið í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um jól og áramót.