11
2025 December

Bjartmar Guðlaugs, María Helena og Guðbjörn Mar

Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember sl. kl. 17:00. Annar Sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Grensáskirkju, en kirkjan var vígð þann dag árið 1996. 

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra flutti hátíðarræðu. Hún sagði m.a. frá jólunum í sínum uppvexti. Hún talaði til barnanna og annarra kirkjugesta af hlýju. Með henni kom aðstoðarmaður hennar, Hreiðar Ingi Eðvarðsson.

Fermingarbörnin hófu stundina með því að ganga inn með ljósið og tendra á kertum altarisins um leið og allir sungu Bjart er yfir Betlehem

Guðbjörn Mar Þorsteinsson lék á selló í samspili með Ástu Haraldsdóttur organista. 

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Arnar Ásmundsson varaformaður sóknarnefndar flutti ávarp. 

Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir sungu þrjú lög. 

Fermingarbörnin lásu texta um ljósið í lok stundar, en Jesús sagði: Ég er ljós heimsins sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Eins aðstoðuðu fermingarbörnin við að tendra kertaljós allra kirkjugesta undir lok stundarinnar, áður en söfnuðurinn söng saman Heims um ból.

Séra Laufey Brá Jónsdóttir, séra Sigríður Kristín Helgadóttir, Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi og séra Þorvaldur Víðisson undirbjuggu og leiddu stundina ásamt messuþjónum, sem aðstoðuðu við innganginn.  

Við þökkum öllum fyrir samveruna á aðventuhátíð Grensáskirkju. 

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju á aðventu, jólum og um áramótin. 

Nokkrar myndir frá hátíðinni fylgja hér fyrir neðan. 

Guðbjörn Mar Þorsteinsson lék á selló

Guðbjörn Mar Þorsteinsson lék dásamlega á selló

Fermingarbörnin voru ljósberar

Fermingarbörnin voru ljósberar. Hér eru hluti af þeim ásamt séra Laufeyju Brá

Fleiri fermingarbörn

Hér eru fleiri fermingarbörn, ljósberarnir, á aðventuhátíðinni

Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir

Hjónin Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir sungu þrjú lög

Kirkjukór Grensáskirkju

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista, m.a. Fögur er foldin. Félagar úr Óperukórnum tóku einnig þátt