-
Date062025 November
Fermingarbörnin safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
Fermingarbörnin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju munu ganga í hús fimmtudaginn 6. nóvember nk. og safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Söfnunin mun fara fram á milli kl. 17-20. Um er að ræða árlega söfnun fermingarbarna á landinu öllu til stuðning vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Við biðjum alla góðfúslega að taka vel á móti fermingarbörnunum og styðja vel við bakið á mikilvægu og faglegu starfi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Date032025 NovemberHrekkjavakan í Grensáskirkju
Hrekkjavakan var sýnileg í Grensáskirkju í liðinni viku. Þar mátti sjá beinagrindur, drauga, köngulær og annan óhugnað. Umgjörð barna- og æskulýðsstarfsins var því heldur óhugguleg þá vikuna, eins og myndirnar bera með sér. Séra Guðný Hallgrímsdóttir, sérþjónustuprestur, átti heiðurinn af skreytingunum öllum. Hrekkjavökuhátíð var haldin í æskulýðsstarfi fatlaðra. Skreytingarnar vöktu mikla lukku í Grensáskirkju.
Date282025 OctoberFyrirbænastundir í hádeginu alla þriðjudaga í Grensáskirkju
Fyrirbænastund fer fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12:00. Stundin hefst á því að Ásta Haraldsdóttur organisti leikur tónlist. Þá leiða prestarnir fyrirbænastundina frá kl. 12:10, þar sem hægt er að óska eftir því að beðið sé sérstaklega fyrir einstaklingum eða tilteknum málefnum. Stundinni lýkur fyrir kl. 12:30, en þá er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar, gegn vægu gjaldi. Verið hjartanlega velkomin.
Date282025 OctoberHádegistónleikar Alto falla niður vegna veðurs
Hádegistónleikar Alto sem vera áttu í Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. október nk. falla niður vegna veðurs. Tónleikarnir hefðu verið síðasti dagskrárliðurinn í Bleikum október í Bústaðakirkju að þessu sinni. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds og annarrar dagskrár Bústaðakirkju.
Date232025 OctoberDýrmæt stund
Í kvöld áttu fermingarbörn og forráðamenn úr Grensássókn og Bústaðasókn saman dýrmæta stund í Bústaðakirkju með prestunum sínum og æskulýðsfulltrúa.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir ræddi um sorg og sorgarviðbrögð af mikilli þekkingu, næmni og nærgætni.
Ketill Ágússon lék á flygil og gítar og flutti frumsamið lag sem hann tileinkaði ömmu sinni sem er fallin frá.Það ríkti hlý og notaleg stemning í kirkjunni þar sem samvera, samkennd og tónlist runnu saman í dýrmæta kvöldstund.
Date232025 OctoberBjarni Ara og hljómsveit fylltu Bústaðakirkju á hádegistónleikum
Bjarni Arason og hljómsveit fylltu Bústaðakirkju á hádegistónleikum miðvikudaginn 22. október sl. Bjarni Sveinbjörnsson lék á bassa, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar og Jónas Þórir á flygil. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika í Bústaðakirkju.
Date162025 OctoberLauflétt og dásamleg Bítlasveifla
Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir héldu dásamlega hádegistónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. október sl. Á dagskrá voru Bítlalög í klassískum búningi ásamt fleiri skemmtilegum lögum. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um kynningu og bæn í lok tónleikanna. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin.
Date152025 OctoberÚtvarpsmessan verður send út frá Grensáskirkju
Útvarpsmessan á Rás eitt sunnudaginn 19. október nk. verður send út frá Grensáskirkju kl. 11:00. Upptakan fer fram fimmtudaginn 16. október nk. Sunnudagurinn 19. október er dagur heilbrigðisþjónustunnar í þjóðkirkjunni. Þá er lyft upp þjónustu presta og djákna á Landspítalanum og mun starfsfólk Landspítalans taka þátt í messunni ásamt prestum Grensáskirkju. Upptökuna verður síðan hægt að nálgast á spilara RÚV í kjölfar útsendingarinnar.
Date152025 OctoberKirkjuprakkarar og Móse í körfunni í Grensáskirkju
Kirkjuprakkarar koma saman í Grensáskirkju á þriðjudögum þessar vikurnar. Í samverunum ríkir gleði þar sem leikið er með lego og biblíusögurnar eru kubbaðar. Nú í vikunni var það sagan af Móse í körfunni, sem var á dagskrá. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir starfið ásamt leiðtogum.
Date082025 OctoberDiddú, Jónas Þórir og smekkfull Bústaðakirkja
Bústaðakirkja var stappfull á hádegistónleikum Diddúar og Jónasar Þóris í dag, þar sem yfir 300 manns sóttu dagskrána. Við þökkum Diddú og Jónasi Þóri frábæra tónleika og öllum tónleikagestum samveruna í dag. Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október, dagskrána má sjá hér fyrir neðan. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Date032025 OctoberBleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju
Bleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju. Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjarni Atlason, Edda Austmann Harðardóttir og Anna Sigríður Helgadóttir sungu einsöng undir stjórn Jónasar Þóris, sem stýrir dagskrá Bleiks október í Bústaðakirkju, eins og undanfarin 15 ár. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana í Bleikum október í Bústaðakirkju, verið hjartanlega velkomin.
Date022025 OctoberÚtvarpsmessa frá Bústaðakirkju
Útvarpsguðsþjónustan á Rás eitt, sunnudaginn 5. október nk. kl. 11:00, verður send út frá Bústaðakirkju. Upptakan fór fram í dag, fimmtudaginn 2. október. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Edda Austmann Harðardóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarni Atlason syngja einsöng. Björn Thoroddsen leikur á gítar og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju í Bleikum október.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir