-
Date172025 February
Hver vegur að heiman er vegur heim
Eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju er blómlegt og dagskráin fjölbreytt þetta misserið. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni sér um skipulagningu og framkvæmd, í samstarfi við Andreu Þóru Ásgeirsdóttur kirkjuvörð og fleiri. Miðvikudaginn 12. febrúar sl. kom séra Vigfús Bjarni Albertsson í heimsókn. Hann las úr nýrri bók sinni Hver vegur að heiman er vegur heim, sem Skálholtsútgáfan gaf út fyrir jólin. Við þökkum ykkur öllum fyrir samveruna.
Date172025 FebruaryÁstin og lífið í Bústaðakirkju í febrúar
Ástin og lífið voru á dagskrá í Bústaðakirkju í febrúar. Fyrirlestrar voru haldnir um ýmis þemu ástarinnar. Yfirskriftin var Ástin og lífið í Bústaðakirkju. Febrúar í tali, tónum og ljóðum. Við þökkum öllum sem tóku þátt í dagskránni með okkur. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Date132025 FebruaryLegó og leikur í kirkjuprökkurum og TTT í Grensáskirkju
Kirkjuprakkarar og TTT eru að hefjast að nýju. Skráning stendur yfir og verða fyrstu samverurnar þriðjudaginn 18. febrúar nk. Yfirskriftin að þessu sinni er Biblíusögur með leik og LEGO. Við munum lesa nokkrar Biblíusögur og tengja boðskap þeirra við nútímann. Við munum bæði leika þærmeð léttum leikmunum og byggja þær með LEGO kubbum. Verið hjartanlega velkomin í barna- og æskulýðsstarfið í Fossvogsprestakalli.
Date062025 FebruaryKótilettur og svo varð rauð viðvörun
Stóri kótilettudagurinn fór fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. febrúar sl. kl. 12:00. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og Andrea Þóra Ásgeirsdóttir kirkjuvörður höfðu veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd dagskrárinnar. Glatt var yfir öllum þrátt fyrir að rauðar viðvaranir væru handan hornsins. Við þökkum öllum þátttökuna og minnum á eldri borgarastarfið sem fram fer í Bústaðakirkju alla miðvikudaga í vetur.
Date312025 JanuaryÁstin og lífið. Febrúar í Bústaðakirkju í tali, tónum og ljóðum
Ástin verður á dagskrá í Bústaðakirkju í febrúar. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra og samverur þrjú kvöld í tengslum við Valentínusardaginn, sem hafa ástina og kærleikann að leiðarljósi. Laugadaginn 15. febrúar verður síðan boðið upp á orgelleik og prestsþjónustu við hjónavígslur öllum að kostnaðarlausu. Ástarmessa verður síðan á dagskrá sunnudaginn 16. febrúar kl. 13. Kynnið ykkur dagskrána, sjá plakatið, og verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Date302025 JanuaryAuglýst eftir tveimur prestum
Biskup Íslands hefur nú auglýst eftir tveimur prestum til starfa í Fossvogsprestakalli. Reiknað er með að nýir prestar taki til starfa eigi síðar en 1. maí nk. Nánari upplýsingar má finna hér.
Það er tilhlökkunarefni að fá nýja presta til starfa við Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Date272025 JanuaryÖflugt fólk og aukið samstarf innan Fossvogsprestakalls
Á liðnu hausti vorum við svo lánsöm að fá til liðs við okkur í barnamessurnar í Bústaðakirkju þau Karen, Sólveigu og Arnar. Öll hafa þau gríðarmikla reynslu af leiðtogastörfum á vettvangi kirkju, íþrótta og KFUM&KFUK. Í vetur hafa þau skipt með sér að leiða barnamessurnar í Bústaðakirkju, ásamt prestum og organistum. Síðan má sjá styrkleikana í sameinuðu prestakalli í því aukna samstarfi sem sjá má milli organista prestakallsins.
Date202025 JanuaryFyrirbænir í Grensáskirkju alla þriðjudaga
Fyrirbænastundir fara fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga. Stundin hefst á orgelleik kl. 12 og tíu mínútum síðar hefst bænastundin sjálf. Eftir ritningarlestur, bænir og fyrirbænir er svo aftur leikið á orgel. Öllum viðstöddum er boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Verið hjartanlega velkomin í bænastund í Grensáskirkju.
Date202025 JanuaryStóri kótilettudagurinn í Bústaðakirkju
Stóri kótilettudagurinn fer fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. febrúar nk. Húsið opnar klukkan 12:00 og matur hefst kl. 12:30. Örn Árnason syngur og segir sögur. Jónas Þórir leikur á píanó. Bókið sem fyrst þar sem fjöldi gesta er takmarkaður. Verið hjartanlega velkomin á stóra kótilettudaginn í Bústaðakirkju.
Date162025 JanuaryFarsælt samstarf Bústaðakirkju og Tónskólans í Reykjavík
Bústaðakirkja og Tónskólinn í Reykjavík eiga með sér farsælt samstarf. Við fögnum því góða samstarfi.
Date162025 JanuaryStórskemmtileg stemmning í Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi nýs árs
Stórskemmtileg stemmning var í troðfullri Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi á nýju ári, 5. janúar sl. kl. 11. Frímúrarastúkan Glitnir fagnaði 50 ára afmæli með þátttöku í guðsþjónustu dagsins. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. Séra Örn Bárður Jónsson prédikaði. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldinu og hátíðinni. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Date052025 JanuarySéra Maríu og séra Daníel Ágústi þökkuð þjónustan
Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu séra Maríu G. Ágústsdóttur fráfarandi sóknarprests Fossvogsprestakalls og séra Daníels Ágústs Gautasonar fráfarandi æskulýðsprests, sem haldin var sunnudaginn 5. júní 2025 kl. 11:00. Í lok guðsþjónustunnar flutti Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju ávarp. Við þökkum öllum sem komu til kirkju á þessum tímamótum.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir