Fréttir
  • Date
    29
    2025 September

    Kirkjan lifnar við þegar ungt fólk stígur fram

  • Date
    24
    2025 September

    Bleikur október í Bústaðakirkju

    Bleikur október í Bústaðakirkju er framundan. Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í Bústaðakirkju kl. 12:05. Yfirskriftin að þessu sinni er: Stríð - friður og kærleikur. Jónas Þórir stýrir dagskrá hádegistónleikanna. Aðgangur er ókeypis en tónleikagestum verður boðið að styðja við bakið á starfi Ljóssins. Bleika slaufan verður einnig til sölu í Bústaðakirkju í október. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

  • Date
    23
    2025 September

    Kirkjuprakkarar og TTT eru að hefjast

    Barnastarfið í Grensáskirkju er að hefjast. Kirkjuprakkarar eru ætlaðir krökkum á aldrinum 6-9 ára og TTT er ætlað börnum á aldrinum 10-12 ára. Skráning stendur yfir. Biblíusögur með leik og LEGÓ verður þemað. Nánari upplýsingar hér fyrir neðan. Verið hjartanlega velkomin. 

  • Date
    21
    2025 September

    Ungir sem aldnir á faraldsfæti

    Fermingarhópur vetrarins fór í árlega ferð sína í Vatnaskóg í vikunni og dvaldi í rúman sólarhring. Um 100 fermingarbörn fóru úr Bústaðakirkju og Grensáskirkju ásamt prestum sínum, æskulýðsfulltrúa og leiðtogum. Haustferð eldri borgara var farin miðvikudaginn 17. september sl. Við þökkum ungum sem öldnum fyrir samveruna í ferðum vikunnar. Allt gekk það vel og allir skiluðu sér heilir heim.

     

     

     

  • Date
    29
    2025 August

    Fjölbreytt dagskrá í Bústaðakirkju og Grensáskirkju í vetur

    Kirkjan er vettvangur samfélags og þess að við fáum tækifæri til að rækta okkar andlega líf í einrúmi og í samfélagi við fleiri. Dagskráin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju í vetur verður fjölbreytt, þar sem þekktir dagskrárliðir verða á sínum stað í bland við nýja. Nánari upplýsingar má finna á plakatinu hér. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í starfi kirkjunnar. 

  • Date
    26
    2025 August

    Nýjum prestum fagnað og fermingarbörn boðin velkomin

    Sunnudaginn 24. ágúst sl. var stórhátíð í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Fermingarbörn og foreldrar fjölmenntu til helgihaldsins og séra Guðbjörg Jóhannesdóttir prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra setti nýja presta safnaðanna, séra Sigríði Kristínu Helgadóttur og séra Laufeyju Brá Jónsdóttur formlega inn í prestsembætti við söfnuðina. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og óskum söfnuðunum innilega til hamingju. 

  • Date
    21
    2025 August

    Bók um kærleikann, komin út

    Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan gaf nýlega út bók séra Þorvaldar Víðissonar: Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Bókin á sér systurbók sem Skálholtsútgáfan gaf einnig út árið 2023, en sú bók fjallar um vonina og heitir: Vonin, akkeri fyrir sálina. Bækurnar er hægt að nálgast í Kirkjuhúsinu á fyrstu hæð Bústaðakirkju, og í öðrum bókaverslunum. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

  • Date
    21
    2025 August

    Fermingarnámskeiðið gekk vel, foreldrafundur og innsetningarmessa framundan

    Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hófst á fermingarnámskeiði dagana 18. - 20. ágúst sl. Námskeiðið fór fram í Bústaðakirkju, Grensáskirkju og Fossvogskirkju og kirkjugarði. Dagskráin samanstóð af fræðslu, helgihaldi og leik. Framundan eru upplýsingafundir fyrir fermingarbörn og foreldra ásamt innsetningarmessu. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Bústaðakirkju og Grensáskirkju og þátttöku í starfi prestakallsins. 

  • Date
    14
    2025 August

    Fermingarfræðslan að hefjast, skráning gengur vel

    Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hefst á þriggja daga fermingarnámskeiði sem fram fer bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Fermingarnámskeiðið hefst mánudaginn 18. ágúst nk. kl. 9:00. Skráning í fermingarfræðslu stendur yfir, en hún fer einnig fram hér á vefnum. Verið hjartanlega velkomin í fermingarfræðslu í Fossvogsprestakalli, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. 

  • Date
    14
    2025 August

    Prestarnir skrifa um tjáningarfrelsi

    Prestar Fossvogsprestakalls skrifuðu grein á visi.is í vikunni þar sem þeir fjölluðu um tjáningarfrelsi. Greinina má nálgast bæði hér á heimasíðunni og einnig á visi.is. Vísir gerði einnig frétt af þessu tilefni sem einnig má nálgast hér. 

  • Date
    07
    2025 July

    Rólegur tími í kirkjustarfinu

    Sumarið er rólegur tími í kirkjustarfinu. Síðasta messan í Grensáskirkju fyrir sumarlokun fer fram sunnudaginn 13. júlí nk. kl. 11:00. Sumarlokun Grensáskirkju verður að venju frá 20. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Engin messa fer fram þá sunnudagana í Grensáskirkju. Kvöldmessur eru alla sunnudagana í Bústaðakirkju í sumar kl. 20, utan sunnudaginn um verslunarmannahelgi. Verið hjartanlega velkomin í kirkju í sumar. 

  • Date
    30
    2025 maí

    Sumarnámskeið í Grensáskirkju fyrir 6-9 ára börn

    Grensáskirkja býður upp á sumarnámskeið fyrir börn vikurnar 10.-13. júní og 16.-20. júní nk. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6-9 ára. Dagskráin mun fara fram í kirkjunni, safnaðarheimilinu, sem og í nærumhverfi kirkjunnar. Umsjón með starfinu hefur Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Verið hjartanlega velkomin á sumarnámskeið í Grensáskirkju.