Fréttir
  • Date
    20
    2024 December

    Ljósinu afhent söfnunarfé Bleiks október í Bústaðakirkju

    Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélags Bústaðasóknar færðu endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu fjárstyrk í dag, að fjárhæð kr. 500.000.- Móttökurnar í Ljósinu voru ljúfar og hlýjar. Fjármagnið var gjafafé frá tónleikagestum í Bleikum október í Bústaðakirkju, ásamt framlagi Kvenfélags Bústaðasóknar. Við þökkum listafólkinu öllu, fræðimönnum sem og tónleikagestum og söfnuðinum öllum þátttökuna með okkur í Bleikum október í Bústaðakirkju. 

  • Date
    18
    2024 December

    Jólin í Fossvogsprestakalli

    Mikið verður um dýrðir um jólin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. Allt hefðbundið helgihald verður á sínum stað um hátíðarnar og má sjá dagskrána hér til hliðar. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um jólin. 

  • Date
    06
    2024 December

    Ein messa á hverjum sunnudegi kl. 11 í Bústaðakirkju á aðventunni

    Alla sunnudaga aðventunnar fer fram ein messa í Bústaðakirkju klukkan 11. Engin messa er kl. 13 á aðventunni. Í stað þess að barnamessa sé kl. 11 og hefðbundin guðsþjónusta klukkan 13 fer fram fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11 alla sunnudaga aðventunnar. Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessurnar í Bústaðakirkju alla sunnudaga aðventunnar. 

  • Date
    06
    2024 December

    Aðventuhátíð, Katrín Jakobs, barnakór, 50 ára fermingarbörn, vöfflur, söngur og gleði í Bústaðakirkju

    Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra flutti frábæra hátíðarræðu á aðventukvöldi Bústaðakirkju. Barnakór Fossvogs söng dásamlega. Við þökkum tónlistarfólki öllu fyrir gefandi tóna og ykkur öllum fyrir yndislega samveru. 

  • Date
    18
    2024 November

    Við erum friðflytjendur, fjölskyldumessa í Grensáskirkju

    Fjölskyldumessa fór fram í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember sl. kl. 11:00. Stundin var jafnframt uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem börnin voru í fyrirrúmi og tóku virkan þátt. Við þökkum öllum hjartanlega við þátttökuna í fjölskyldumessunni og uppskeruhátíð barnastarfsins.

  • Date
    15
    2024 November

    Ungbarnanudd á foreldramorgni í Bústaðakirkju

    Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00. Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju. 

  • Date
    07
    2024 November

    Góðir gestir úr Verslunarskóla Íslands

    Sunnudaginn 3. nóvember sótti hress hópur nemenda úr 3-B, Verslunarskóla Íslands, ásamt kennara sínum, Ármanni Halldórssyni, messu í Grensáskirkju. Tilefnið var að kynna sér starf kirkjunnar í tengslum við námsefni um trúmál í heimspeki. Nemendurnir voru áhugasamir og var samtalið fróðlegt og skemmtilegt. Við þökkum Ármanni kennara og nemendunum hjartanlega fyrir komuna í Grensáskirkju. 

  • Date
    07
    2024 November

    Menningarlegt og kirkjulegt starf í þínu nærumhverfi

    Söfnuðir þjóðkirkjunnar eru sjálfstæðar þjónustueiningar sem standa fyrir kirkjulegu og menningarlegu starfi í nærumhverfinu, á hverjum stað. Með skráningu í þjóðkirkjuna styðjum við því trúarlegt og menningarlegt starf í nærumhverfi okkar. Með skráningu í þjóðkirkjuna eflir þú félagsauðinn í kirkjunni í hverfinu þínu. Hér getur þú kannað hvort þú sért skráð(ur) í þjóðkirkjuna. Verið hjartanlega velkomin í þjóðkirkjuna. 

  • Date
    24
    2024 October

    Kammerkór Bústaðakirkju

    Kammerkór Bústaðakirkju samanstendur af öflugu söng- og tónlistarfólki. Formaður kórsins er Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jafnframt er starfsræktur karlakórinn Tónbræður, sem Jóhann Friðgeir sinnir jafnframt forystu fyrir. Organisti Bústaðakirkju og stjórnandi kóranna er Jónas Þórir kantor Bústaðakirkju. 

  • Date
    18
    2024 October

    Séra Skúli S. Ólafsson flutti erindi

    Séra Skúli Sigurður Ólafsson flutti erindi í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Yfirskrift erindisins var: Hvað tók við af dýrðlingunum? Sálarheill og sálarró á 17. öld. Við þökkum öllum sem tóku þátt. 

     

  • Date
    18
    2024 October

    Fræðslukvöld með fermingarbörnum og foreldrum

    Fræðslukvöld var haldið með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra fimmtudaginn 17. október sl. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir fjallaði um sorg, áföll og viðbrögð við missi. Við þökkum fermingarbörnunum, foreldrum þeirra og forráðamönnum góða samveru og þátttöku í fræðslukvöldinu. 

  • Date
    18
    2024 October

    Bernadett, Edda og Gréta á glæsilegum hádegistónleikum

    Sópransöngkonurnar Bernadett Hegyi, Edda Austmann Harðardóttir og Gréta Hergils Valdimarsdóttir héldu glæsilega hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Antonía Hevesí lék undir. Séra Bryndís Böðvarsdóttir leiddi tónleikana. Við þökkum öllum þátttökuna og framlagið til Ljóssins.