-
Date312023 August
Karlakaffi í Bústaðakirkju
Karlakaffið í Bústaðakirkju hefst að nýju föstudaginn 8. september nk. kl. 10. Allir karlar hjartanlega velkomnir.
Date312023 AugustBarnamessurnar hefjast að nýju í Bústaðakirkju
Barnamessurnar í Bústaðakirkju verða alla sunnudaga kl. 11 í vetur. Prestar, djáknar, organistar og leiðtogar leiða stundirnar. Samvera í safnaðarheimilinu eftir barnamessurnar. Verið hjartanlega velkomin í barnamessurnar í Bústaðakirkju.
Date272023 AugustKyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju
Kyrrðarbænanámskeið fer fram í Grensáskirkju laugardaginn 2. september nk. kl. 10-15. Kennarar á námskeiðinu eru dr. María G. Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli, séra Bára Friðriksdóttir og Ingunn Björnsdóttir. Nánar hér. Verið hjartanlega velkomin.
Date222023 AugustFermingarstörfin fara vel af stað
Fermingarstörfin fara vel af stað. Öflugur hópur fermingarbarna er skráður til þátttöku og foreldrar/forráðamenn fjölmenntu á fund síðastliðinn sunnudag. Við hlökkum til samstarfsins í vetur.
Date212023 AugustTónlistarnám og barnakórastarf í Bústaðakirkju
TónGraf og TónFoss bjóða upp á tónlistarnám og barnakórastarf í Bústaðakirkju, í samstarfi við kirkjuna. Upplýsingar má finna á heimasíðu Tónlistarskólans í Grafarvogi og fer skráning fram í gegnum rafræna Reykjavík. Verið hjartanlega velkomin í starfið í Bústaðakirkju.
Date152023 AugustFermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju
Fermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 9. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum fer fram að loknu helgihaldi sunnudaginn 20. ágúst nk. Verið hjartanlega velkomin til fermingarstarfa í Fossvogsprestakalli.
Date092023 AugustÚtverðir mannréttinda og frelsis
Regnbogafánanum hefur verið flaggað bæði við Bústaðakirkju og Grensáskirkju í tilefni Hinsegin daga, sem standa yfir. Gleðilega Hinsegin daga.
Date312023 JulyFjölmenni í kvöldmessu í Bústaðakirkju
Fjölmenni var í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. júlí sl. kl. 20. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng við undirleik Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum. Við þökkum ykkur öllum samveruna.
Date232023 JulyYndisleg tónlist í kvöldmessu
Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson og Jónas Þórir önnuðust um tónlistina í kvöldmessunni í Bústaðakirkju, sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 20. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum.
Date062023 JulySumarlokun Grensáskirkju frá 16. júlí
Grensáskirkja er lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí fram yfir verslunarmannahelgi. Kvöldmessur verða í Bústaðakirkju alla sunnudaga í júlí.
Date062023 JulySteinunn Anna í starfsþjálfun
Í sumar er guðfræðineminn Steinunn Anna Baldvinsdóttir í starfsþjálfun hjá sr. Maríu.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir