Fréttir
  • Date
    02
    2024 maí

    Hrafnhildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur flutti erindi

    Hrafnhildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur annaðist um fræðslu fyrir foreldra ungra barna í Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. maí sl. Við þökkum Hrafnhildi mjög svo áhugaverða fræðslu og samveru á þessum morgni í Bústaðakirkju. Eins þökkum við öllum þeim sem komu.

  • Date
    30
    2024 April

    Skólahljómsveit Austurbæjar fór á kostum

    Skólahljómsveit Austurbæjar fór á kostum á tvennum tónleikum sem haldnir voru í Grensáskirkju og Bústaðakirkju. Við í kirkjunni erum þakklát fyrir frábært samstarf við Skólahljómsveit Austurbæjar og fyrir hið öflugu starf sem fram fer á vettvangi skólahljómsveitarinnar. 

  • Date
    07
    2024 maí

    Sumarnámskeið fyrir 6-9 ára í Grensáskirkju 10-14 júní

    Grensáskirkja býður upp á sumarnámskeið vikuna 10.-14. júní fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. 

  • Date
    25
    2024 April

    Sumardagurinn fyrsti í Fossvogi

    Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Fossvoginum. Við þökkum vel heppnaðan dag og óskum ykkur gleðilegs sumars. 

  • Date
    24
    2024 April

    Séra Petrína Mjöll gestur í eldriborgara starfinu

    Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur í Árbæjarkirkju, var gestur í eldri borgarastarfinu í Bústaðakirkju í dag. Við þökkum séra Petrínu Mjöll fyrir að koma til okkar og fræða okkur og kynna bækur sínar. Við þökkum ykkur öllum sem komu í starfið í dag og hlökkum til að sjá ykkur næst. 

  • Date
    23
    2024 April

    60 ára fermingarafmæli

    Fermingarbörn ársins 1964 voru boðin sérstaklega velkomin í tilefi af 60 ára fermingarafmæli þeirra til messu síðastliðin sunnudag og í hátíðarkaffi á eftir. 

  • Date
    23
    2024 April

    Skráning er hafin í fermingarfræðslu veturinn 2024 – 2025

    Skráning er hafin í fermingarfræðslu næsta vetrar. Hægt er að velja fermingardag og fræðslu tíma í skráningunni. Afar mikilvægt er að skrá netfang sem fólk fylgist reglulega með.

  • Date
    29
    2024 April

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 29. apríl kl. 12:00 og snæða saman. Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin. 

  • Date
    22
    2024 April

    Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar fór fram á sunnudaginn

    Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar fór fram sunnudaginn 21. apríl sl., að lokinni messu. Við þökkum öllum komuna á aðalsafnaðarfund Bústaðasóknar og fyrir þátttökuna í helgihaldi dagsins. 

  • Date
    20
    2024 April

    Séra Þorvaldur Víðisson ráðinn prófastur

    Séra Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðinn prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. júní nk. Við biðjum honum blessunar í þeim nýju verkefnum, en hann mun áfram þjóna sem prestur í Fossvogsprestakalli, samhliða skyldum prófasts. 

  • Date
    19
    2024 April

    Séra Daníel Ágúst leiddi biblíulestur á Presta- og djáknastefnu

    Séra Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur Fossvogsprestakalls leiddi annan biblíulestur Presta- og djáknastefnu sem fram fór í Stykkishólmskirkju. Á myndinni má sjá séra Daníel Ágúst í pontu fyrir framan altarið og að baki honum hin stórkostlega altaristafla eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.

     

  • Date
    19
    2024 April

    Heimsókn frá Frobenius orgelsmíði

    Eskild Momme frá Frobenius orgelverksmiðjunni í Danmörku kom í heimsókn í Bústaðakirkju fyrir skömmu. Við þökkum Eskild fyrir komuna.