Fréttir
 • Date
  26
  2023 November

  Við þökkum Skólahljómsveit Austurbæjar kærlega fyrir

  Skólahljómsveit Austurbæjar fyllti Grensáskirkju af fallegum og kröftugum tónum í fjölskyldumessu.

 • Date
  22
  2023 November

  Séra Solveig Lára og séra Gylfi gestir í eldri borgarastarfinu

  Hjónin séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, fv. vígslubiskup á Hólum og séra Gylfi Jónsson, voru gestir eldri borgarastarfsins í dag. Við þökkum þeim hjónum innilega fyrir komuna og ykkur öllum fyrir þátttökuna. Verið hjartanlega velkomin í eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju. 

 • Date
  15
  2023 November

  Mikið fjör í karamelluspurningakeppni

  Fyrir framan hvaða hana má alls ekki leggja bílum?

 • Date
  14
  2023 November

  Biðjum fyrir Grindvíkingum

  Þegar óvissa ríkir líkt og á Reykjanesi og í Grindavík um þessar mundir þá er bænin mikilvæg. Við skulum sameinast í bæn fyrir Grindvíkingum. Sameinast í þeirri bæn að góður Guð bægi allri hættu frá, verndi íbúa og innviði og byggð í Grindavík og á Reykjanesi. 

 • Date
  09
  2023 November

  Fermingarbarnasöfnunin gekk vel í Fossvogsprestakalli, bestu þakkir fyrir þátttökuna

  Fermingarbörnin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju gengu í hús í gær, miðvikudaginn 8. nóvember sl. Fjármagnið sem safnaðist verður nýtt til að reisa vatnsbrunna í Afríku. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og fyrir framlögin öll til fermingarbarnasöfnunarinnar, þetta árið.

 • Date
  06
  2023 November

  Séra Daníel Ágúst Gautason, settur inn í embætti æskulýðsprests

  Séra Daníel Ágúst Gautason var settur inn í embætti æskulýðsprests við hátíðlega athöfn í Grensáskirkju, sunnudaginn 5. nóvember sl. Þar fór einnig fram uppskeruhátíð barnastarfsins og fjölskyldustöðvamessa. Við þökkum ykkur innilega fyrir samveruna. 

 • Date
  30
  2023 October

  Vígslubiskupshjónin og afrískt þema í Bústaðakirkju

  Vonin var umfjöllunarefni þeirra vígslubiskupshjóna í prédikun og ávarpi sunnudagsins í Bústaðakirkju. Við þökkum þeim innilega fyrir komuna og samfélagið.

 • Date
  27
  2023 October

  Um 1000 manns sóttu hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju

  Um 1000 manns sóttu hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju. Dagskráin var fjölbreytt og glæsileg og viðtökur gesta frábærar. Aðgangur var ókeypis á alla tónleikana, en tónleikagestir lögðu margir fram fjármagn til stuðnings Ljósinu og keyptu einnig Bleiku slaufuna. Við þökkum þessum frábæru listamönnum samstarfið og ykkur öllum komuna. 

 • Date
  25
  2023 October

  Tangódans í þéttsetinni Bústaðakirkju

  Tangódans var stiginn á síðustu hádegistónleikunum í Bleikum október í Bústaðakirkju. Dásamlegur dans og dásamleg tónlist. Bestu þakkir öll fyrir komuna. 

 • Date
  18
  2023 October

  Valdimar og Jónas Þórir léku lög Magga Eiríks

  Valdimar og Jónas Þórir léku lög Magga Eiríks á hádegistónleikum í Bleikum október í Bústaðakirkju, í dag. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir leiddi bæn í lok tónleikanna. Við þökkum Valdimari og Jónasi Þóri dásamlega tóna og tónleikagestum innilega fyrir komuna.

 • Date
  18
  2023 October

  Mag. theol. Daníel Ágúst Gautason verður vígður æskulýðsprestur

  Sunnudaginn 22. október nk. kl. 11 mun biskup Íslands vígja mag. theol. Daníel Ágúst Gautason til þjónustu æskulýðsprests við söfnuði Fossvogsprestakalls. Söfnuðir prestakallsins og samstarfsfólk Daníels Ágústs fagna þessum ánægjulegu tímamótum. 

 • Date
  17
  2023 October

  Hópur unglinga á Landsmóti ÆSKÞ á Egilsstöðum um helgina

  Rúmlega 200 manna æskulýðsmót var haldið á Egilsstöðum um helgina. Fossvogsprestakall tók auðvitað þátt.