
Allt á bleikum nótum í október
Útvarpsguðsþjónustan á Rás eitt, sunnudaginn 5. október nk. kl. 11:00, verður send út frá Bústaðakirkju. Upptakan fór fram í dag, fimmtudaginn 2. október. Tæknimaður útvarpsins er Markús Hjaltason.
Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Edda Austmann Harðardóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarni Atlason syngja einsöng. Björn Thoroddsen leikur á gítar og Hjörleifur Valsson á fiðlu.
Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt samstarfsprestum sínum séra Sigríði Kristínu Helgadóttur og séra Þorvaldi Víðissyni. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi lásu lestra og bænir.
Tónlistin í guðsþjónustunni tekur mið af yfirskrift Bleiks október í Bústaðakirkju og verður helgihaldið í október á bleikum nótum. Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október og má sjá dagskrána á auglýsingunni hér fyrir neðan.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju í Bleikum október.

Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar
Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar

Bleikur október í Bústaðakirkju
Hér má sjá dagskrána í Bleikum október í Bústaðakirkju.