-
Date302023 March
Myndlistarsýning nemenda Fjölbraut Ármúla í safnaðarheimili Grensáskirkju
Myndlistarsýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla fer fram í safnaðarheimili Grensáskirkju. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.
Date302023 MarchKirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan á nýjum stað, og nú í Bústaðakirkju
Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan opnar á neðri hæð Bústaðakirkju, á morgun, föstudaginn 31. mars. Við bjóðum starfsfólk Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hjartanlega velkomið í húsið. Megi blessun fylgja starfi Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hér á nýjum stað.
Date282023 MarchPáskarnir í Fossvogsprestakalli
Páskarnir eru ein stærsta hátíð kristinnar kirkju í heiminum. Helgihaldið í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, er fjölbreytt, að venju. Auk ferminga sem eru ríkur þáttur í helgihaldinu í kringum páska, á pálmasunnudegi og öðrum degi páska, tekur helgihaldið mið af boðskap daganna. Nánari upplýsingar má sjá á myndinni sem fylgir þessari frétt. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Fossvogsprestakalli á páskum.
Date242023 MarchTónlistarnám í Bústaðakirkju
Mikil ánægja er með samstarf Bústaðakirkju og Tónlistarskólans í Grafarvogi, TónGraf og TónFoss. Samstarfið hófst haustið 2022 og hefur blómstrað í vetur. Þegar hefur verið opnað fyrir skráningar í tónlistarnámið næsta haust. Kynnið ykkur málið á vefsíðu skólans tongraf.is.
Date232023 MarchFélagsstarf eldriborgara fékk skemmtilega heimsókn frá Akranesi
Margt var um manninn og skemmtilegur dagur
Date222023 MarchFjölbreyttur sunnudagur í Bústaðakirkju
Sunnudaginn 19. mars var mikið um að vera í Bústaðakirkju: Barnamessan um morguninn, kynning á Lútherskri hjónahelgi í hádeginu og Maríumessa í tilefni Boðunardags Maríu.
Date172023 MarchEinn á hjóli í hnattferð
Kristján Gíslason, Hringfari, heimsótti eldri borgarastarf Bústaðakirkju, miðvikudaginn 15. mars sl. Við þökkum honum innilega fyrir fróðlegt erindi og góða samveru.
Date162023 MarchSorg og viðbrögð við missi
Sunnudaginn 12. mars sl. var boðið upp á fræðslufund um sorg og viðbrögð við missi. Fundurinn fór fram í Grensáskirkju í kjölfar messu og sóttu 40-50 manns fræðsluna.
Date162023 MarchEr hægt að spila fjórhent á orgel?
Ásta Haraldsdóttir er kantór Grensáskirkju og Jónas Þórir er kantór Bústaðakirkju. Það var glatt yfir þeim á þessum sólríka og kalda fimmtudegi 16. mars, eins og sést á myndinni.
Date162023 MarchElín Elísabet á foreldramorgni í Bústaðakirkju
Fimmtudaginn 16. mars heimsótti Elín Elísabet Jóhannsdóttir fjölskyldu- og uppeldisfræðingur foreldramorgun í Bústaðakirkju. Foreldramorgnar fara fram hvern fimmtudag kl. 10 í Bústaðakirkju, gengið er inn af Bústaðavegi.Verið hjartanlega velkomin.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir