-
Date222024 April
Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar fór fram á sunnudaginn
Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar fór fram sunnudaginn 21. apríl sl., að lokinni messu. Við þökkum öllum komuna á aðalsafnaðarfund Bústaðasóknar og fyrir þátttökuna í helgihaldi dagsins.
Date202024 AprilSéra Þorvaldur Víðisson ráðinn prófastur
Séra Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðinn prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. júní nk. Við biðjum honum blessunar í þeim nýju verkefnum, en hann mun áfram þjóna sem prestur í Fossvogsprestakalli, samhliða skyldum prófasts.
Date192024 AprilSéra Daníel Ágúst leiddi biblíulestur á Presta- og djáknastefnu
Séra Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur Fossvogsprestakalls leiddi annan biblíulestur Presta- og djáknastefnu sem fram fór í Stykkishólmskirkju. Á myndinni má sjá séra Daníel Ágúst í pontu fyrir framan altarið og að baki honum hin stórkostlega altaristafla eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.
Date192024 AprilHeimsókn frá Frobenius orgelsmíði
Eskild Momme frá Frobenius orgelverksmiðjunni í Danmörku kom í heimsókn í Bústaðakirkju fyrir skömmu. Við þökkum Eskild fyrir komuna.
Date152024 AprilAðalsafnaðarfundur fór fram í Grensáskirkju
Aðalsafnaðarfundur Grensássóknar fór fram í safnaðarheimili Grensáskirkju að lokinni messu sunnudaginn 14. apríl sl. kl. 12:05. Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram. Við þökkum ykkur þátttökuna í helgihaldi dagsins og á aðalsafnaðarfundi Grensássóknar.
Date112024 AprilSýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla í safnaðarheimili Grensáskirkju
Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla héldu listasýningu í safnaðarheimili Grensáskirkju dagana 20. mars til 10. apríl sl. Hanna Jónsdóttir myndlistarkennari fór fyrir hópnum, en hér til hliðar má sjá hana ásamt hluta af nemendahópnum, þar sem þau komu saman í sýningarlok. Við þökkum gott og skemmtilegt samstarf.
Date112024 AprilVinadagur í Bústaðakirkju
Kátur hópur eldri borgara frá Álftanesi, Bessastaðakirkju, heimsótti eldriborgara starf Fossvogsprestakalls í Bústaðakirkju í gær, miðvikudaginn 10. apríl. Barnakór Fossvogsskóla söng fyrir gesti í kirkjunni. Við þökkum vinum okkar af Álftanesi fyrir komuna og hlökkum til að hitta þau aftur.
Date082024 AprilBarnamessurnar í Bústaðakirkju á sínum stað
Barnamessurnar fara fram í Bústaðakirkju á hverjum sunnudegi kl. 11. Síðasta sunnudag heimsóttu Rebbi refur og Fróði okkur og fræddu okkur um upprisuboðskapinn. Verið hjartanlega velkomin í barnamessu í Bústaðakirkju.
Date042024 AprilÚtvarpsmessan verður úr Bústaðakirkju
Útvarpsmessa úr Bústaðakirkju verður á dagskrá Rásar eitt, sunnudaginn 7. apríl nk. kl. 11. Síðan verður hægt að nálgast hana á spilara RÚV. Nánar um dagskrána hér.
Date202024 MarchHelgihald um bænadaga og páska - Opin kirkja
Helgihald Fossvogsprestakalls um bænadaga og páska er hefðbundið. Helgihald verður á skírdagskvöld, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í báðum kirkjum prestakallsins, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Opin kirkja í Grensáskirkju, mánudaginn 25. mars og þriðjudaginn 26. mars. Nánar hér.
Date202024 MarchListasýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla haldin í Grensáskirkju
Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla halda þessa dagana listasýningu í safnaðarheimili Grensáskirkju. Við fögnum sýningu nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla og bjóðum gesti hjartanlega velkomna að líta verkin augum.
Date192024 MarchVinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju mánudaginn 25. mars nk. kl. 12 og snæða saman hádegisverð. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri flytur spánýjar fréttir af störfum Hjálparstarfsins í Malaví. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir