Fréttir
 • Date
  24
  2024 January

  Mannúðaraðstoð kirkjunnar á Gasa og í Úkraínu til umfjöllunar

  Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman að nýju, nú í upphafi árs, í safnaðarheimili Grensáskirkju, mánudaginn 29. janúar nk. kl. 12:00 og snæða saman. Yfir hádegisverðinum mun Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna, flytja stutt erindi um mannúðaraðstoð Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna - Act Alliance, á Gasa og í Úkraínu. Verið hjartanlega velkomin í hóp Vina Hjálparstarfs kirkjunnar.

 • Date
  22
  2024 January

  Fjölbreytt dagskrá í Fossvogsprestakalli á vorönn 2024

  Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu á vormánuðum. Hér á plakatinu má sjá upplýsingar um hina föstu liði, en svo má síðan sjá nánari upplýsingar um hvern dagskrárlið hér á heimasíðunni okkar. 

 • Date
  21
  2024 January

  Sumarnámskeið 2024

  Freyja einhyrningur fer á flakk í barnamessunum.

 • Date
  14
  2024 January

  Biðjum fyrir Grindvíkingum

  Bænin er máttug, hún veitir styrk þegar óvissa ríkir, hún gefur ljós þar sem myrkur er, hún eflir félagsauðinn og kærleikann í samfélaginu. Tökum öll þátt í því að biðja fyrir Grindvíkingum á þessum hamfaratímum. 

 • Date
  09
  2024 January

  Skráning hafin í barnastarfið

  Skráning hafin í barnastarfið

 • Date
  31
  2023 December

  Áramótin í Fossvogsprestakalli

  Verið hjartanlega velkomin til kirkju um áramótin og á nýju ári. Jafnframt tökum við undir hvatningu SAMAN hópsins og hvetjum fjölskyldur til að hafa gaman saman um áramótin. Gleðilega hátíð.  

 • Date
  28
  2023 December

  Góður gestur mætti á fjölmennt jólaball

  Fjölmennt jólaball var haldið í Bústaðakirkju miðvikudaginn 27. desember. Góður gestur mætti með látum og með góðgæti í poka.

 • Date
  22
  2023 December

  Bústaðakirkja færir Ljósinu kr. 500.000.-

  Í dag, föstudaginn 22. desember, afhentu fulltrúar Bústaðasafnaðar og Kvenfélags Bústaðasóknar Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð, fjárstyrk að fjárhæð kr. 500.000.- Þar var um að ræða afrakstur tónleikaraðar í Bleikum október í Bústaðakirkju og fjárstyrk frá Kvenfélagi Bústaðasóknar.  

   

 • Date
  14
  2023 December

  Glæsilegir tónleikar kóra Grindavíkurkirkju í Bústaðakirkju

  Glæsilegir jólatónleikar kóra Grindavíkurkirkju fóru fram í Bústaðakirkju í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20. Fyrir tónleikana afhentu fulltrúar Kvenfélags Bústaðasóknar og Bústaðasafnaðar gjafir til Grindvíkinga. Við þökkum kórum Grindavíkurkirkju glæsilega tónleika í Bústaðakirkju. 

 • Date
  13
  2023 December

  Dagskráin um jólin og áramótin í Fossvogsprestakalli

  Dagskrá helgihaldsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um jól og áramót má finna hér. Aftansöngur verður að venju í kirkjum prestakallsins á aðfangadagskvöld kl. 18 og eru aðrir hefðbundnir dagskrárliðir jóla og áramóta á sínum stað. Verið hjartanlega velkomin í kirkju um jól og áramót.

 • Date
  12
  2023 December

  Aðventuhátíð Grensáskirkju vel sótt

  Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram 10. desember sl. kl. 17. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, sem flutti hátíðarræðu. Fermingarbörnin sýndu ljósa-helgileik. Margrét Hannesdóttir, sópran, söng einsöng. Kirkjukór Grensáskirkju söng. Við þökkum ykkur öllum dásamlega samverustund í Grensáskirkju.  

 • Date
  07
  2023 December

  Styrktartónleikar kóra Grindavíkurkirkju í Bústaðakirkju

  Kórar Grindavíkurkirkju halda góðgerðartónleika í Bústaðakirkju miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20. Tónleikunum verður streymt í opnu streymi og tekið verður við frjálsum framlögum á tiltækt reikningarnúmer til stuðnings Grindvíkingum.