12
2025 February

Fjölmenni á stóra kótilettudeginum í Bústaðakirkju

Stóri kótilettudagurinn fór fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. febrúar sl. kl. 12:00. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og Andrea Þóra Ásgeirsdóttir kirkjuvörður höfðu veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd dagskrárinnar. 

Vel á annað hundrað manns tóku þátt í deginum og nutu veislunnar. Öllum sem orðin eru, eða verða, 75 ára á árinu, í prestakallinu, var sent bréf um dagskrána og dagskrá eldriborgara starfsins í vetur, og voru þónokkrir úr þeim hópi sem tóku þátt í stóra kótilettudeginum

Örn Árnason leikari og Jónas Þórir organisti skemmtu, með söng, sögum og gleðskap.

Góður rómur var gerður af dagskránni.

Glatt var yfir öllum þrátt fyrir að rauðar viðvaranir væru handan hornsins, því síðar þennan sama dag skall á óveður á suðvestur horninu með rauðum viðvörunum frá Veðurstofu Íslands. 

Við þökkum öllum þátttökuna í stóra kótilettudeginum og minnum á fjölbreytta dagskrá eldri borgarastarfsins sem fram fer alla miðvikudaga í vetur.

Þess má geta að miðvikudaginn 12. febrúar nk. mun séra Vigfús Bjarni Albertsson forstöðumaður sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar vera gestur dagsins í starfinu. Hann mun m.a. kynna nýútkomna bók sína Hver vegur að heiman er vegur heim. Góða kaffið hennar Andreu verður á sínum stað.

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku.  

 

Örn Árnason og Jónas Þórir skemmtu

Örn Árnason leikari og Jónas Þórir organisti skemmtu, með söng, sögum og gleðskap.

Góður rómur var gerður af dagskránni.

Glatt var yfir öllum þrátt fyrir að rauðar viðvaranir væru handan hornsins, því síðar þennan sama dag skall á óveður á suðvestur horninu með rauðum viðvörunum frá Veðurstofu Íslands. 

Við þökkum öllum þátttökuna í stóra kótilettudeginum og minnum á fjölbreytta dagskrá eldri borgarastarfsins sem fram fer alla miðvikudaga í vetur.

Þess má geta að miðvikudaginn 12. febrúar nk. mun séra Vigfús Bjarni Albertsson forstöðumaður sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar vera gestur dagsins í starfinu. Hann mun m.a. kynna nýútkomna bók sína Hver vegur að heiman er vegur heim. Góða kaffið hennar Andreu verður á sínum stað.

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku.  

 

Séra Vigfús Bjarni Albertsson gestur dagsins miðvikudaginn 12. febrúar nk.

Þess má geta að miðvikudaginn 12. febrúar nk. mun séra Vigfús Bjarni Albertsson forstöðumaður sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar vera gestur dagsins í starfinu. Hann mun m.a. kynna nýútkomna bók sína Hver vegur að heiman er vegur heim. Góða kaffið hennar Andreu verður á sínum stað.

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku.