Fréttir
  • Date
    08
    2022 September

    Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju, 70x7

    Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk). Hægt er að skrá börnin til þátttöku hér á heimasíðunni. 

  • Date
    04
    2022 September

    Barnamessur í Bústaðakirkju

    Barnamessur fara fram í Bústaðakirkju á sunnudögum kl. 11. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku. 

  • Date
    26
    2022 August

    Tónlistarnám og söngur í Bústaðakirkju

    Tónlistarskólinn í Grafarvogi býður nú upp á tónlistarnám í Bústaðakirkju í samstarfi við kirkjuna. Boðið er upp á forskóla-, kór-, söng-, píanó- og gítarnám. 

  • Date
    04
    2022 September

    Barnamessurnar að hefjast

    Barnamessurnar í Bústaðakirkju hefjast sunnudaginn 11. september nk. kl. 11. Sunnudaginn 4. september verður fjölskyldumessa kl. 11, þar sem við skiptum yfir í haustgírinn. Brúðuleikhús, bænir, söngur og Biblíusögur. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu.

  • Date
    23
    2022 August

    Safnaðarheimili Grensáskirkju fær nýtt þak

    Nýtt þak á hluta safnaðarheimilis Grensáskirkju. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að glerþaki verður skipt út fyrir hefðbundið þak, þar sem umrætt rými verður þá mun vistlegra, með jafnari hita árið um kring. 

  • Date
    07
    2022 August

    Góðvild, réttlæti og sannleikur

    Góðvild, réttlæti og sannleikur eru þemu sunnudagsins 7. ágúst 2022. Guðsþjónusta með altarisgöngu fer fram í Grensáskirkju klukkan 11. Verið hjartanlega velkomin. 

  • Date
    28
    2022 July

    Biðjum fyrir öllum á faraldsfæti

    Í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, biðjum við sérstaklega fyrir þeim sem eru á faraldsfæti um helgina. Megi góður Guð vaka yfir öllum sem eru á ferðalagi og skila öllum heilum heim.

  • Date
    24
    2022 July

    Lesmessa í Bústaðakirkju kl. 20

    Hvað er lesmessa? Jú, þá er allt lesið, en lítið sungið. Lesmessan fer fram í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 24. júlí kl. 20.

  • Date
    18
    2022 July

    Það var syngjandi sveifla í Bústaðakirkju

    Anna Sigríður Helgadóttir alt söng Swing low og fleiri perlur með syngjandi sveiflu í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí sl. kl. 20. Jónas Þórir, kantor, lék á hammond, sem gaf stundinni sérstakan og skemmtilegan blæ. Þau leiddu jafnframt almennan safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu voru aðallega á dagskrá auk Taize sálma. 

    Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Voru meðal spurninga sem séra Þorvaldur Víðisson velti upp í hugleiðingu kvöldsins, en hann þjónaði fyrir altari ásamt Daníel Ágúst Gautasyni djákna og messuþjónum.  

    Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.

  • Date
    17
    2022 July

    Sumarlokun Grensáskirkju

    Árleg sumarlokun Grensáskirkju verður dagana 17. júlí til 1. ágúst. Helgihald Fossvogsprestakalls fer fram í Bústaðakirkju á meðan á lokuninni stendur. Gleðilegt sumar.

  • Date
    17
    2022 July

    Syngjandi sveifla í kvöldmessu

    Anna Sigríður Helgadóttir alt syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 20. Jónas Þórir, kantor, leikur á hammond. Þau munu jafnframt leiða safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu verða aðallega á dagskrá.

    Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Eru meðal þeirra spurninga sem textar dagsins fjalla um. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum.

    Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.

    Verið hjartanlega velkomin.

     

  • Date
    10
    2022 July

    Kvöldmessa í Bústaðakirkju

    Sunnudaginn 10. júlí klukkan 20 verður kvöldmessa í Bústaðakirkju. Taize sálmar og fleiri sálmar og heimilislegt helgihald með bænum og hugleiðingu. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stundina ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin.