23
2024 November

Sigga, Hulda, Hellen, Matta og Kristín fengu Liljuna, heiðursverðlaun

Konurnar okkar í Kirkjukór Grensáskirkju, Sigga, Hulda, Hellen, Matta og Kristín voru heiðraðar á nýliðnum kirkjudögum sem fram fóru í Lindakirkju í Kópavogi. Heiðursverðlaun kirkjunnar, Liljan, voru afhent þeim sem sungið höfðu í yfir 30 ár í kirkjukórum. 

Við erum þakklát fyrir dýrmæta þjónustu Kirkjukórs Grensáskirkju og stolt af konunum okkar þar. Innilega til hamingju með viðurkenninguna. 

Myndina hér tók séra María G. Ágústsdóttir, af þessu tilefni, í Lindakirkju í Kópavogi, á kirkjudögum 2024.