10
2024 October

Fermingarstörfin hefjast á námskeiði

Fermingarstörfin hefjast á morgun, mánudaginn 19. ágúst kl. 9, með þriggja daga námskeiði sem stendur mánudag, þriðjudag og miðvikudag, kl. 9-12.

Mánudaginn 19. ágúst kl. 9:00 mæta krakkarnir í þá kirkju, þar sem þau munu fermast. Þ.e. þau sem munu fermast í Bústaðakirkju mæta þangað og þau sem munu fermast í Grensáskirkju mæta þangað. Þennan daginn fer námskeiðið sem sagt fram í báðum kirkjunum, samtímis.

Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 9:00 mæta allir krakkarnir í Grensáskirkju. Þann daginn förum við með allan hópinn, gangandi og/eða hjólandi, upp í Fossvogskirkjugarð. Mikilvægt er því að mæta klædd eftir veðri.

Miðvikudaginn 21. ágúst kl. 9:00 mæta allir krakkarnir í Bústaðakirkju, þar sem dagskráin fer fram þann daginn, fyrir allan hópinn.

Við minnum á að koma með nesti á námskeiðið, alla dagana.

Sunnudaginn 25. ágúst er fermingarbörn og foreldrar boðin sérstaklega velkomin til helgihalds og upplýsingafundar í sína kirkju. Fundirnir verða að loknu helgihaldi, sem fram fer í Grensáskirkju kl. 11 og í Bústaðakirkju kl. 20. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að koma með börnunum ykkar til helgihaldsins og síðan hefjast fundirnir strax að því loknu. Þau sem munu fermast í Bústaðakirkju mæta þangað til helgihalds og fundar og þau sem munu fermast í Grensáskirkju mæta þangað. 

Frekari upplýsingar um fermingarstörfin má nálgast hér á heimasíðu prestakallsins: https://kirkja.is/fermingar/fermingarfraedsla  

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í fermingarstörfunum og kirkjustarfinu í vetur. 

Við hlökkum til að sjá ykkur.