25
2024
November
Gleðigangan
Gleðigangan
Gengið var í gleði frá Hallgrímskirkju í dag, laugardaginn 11. ágúst, líkt og gert er ár hvert í gleðigöngunni.
Sólin skein yfir miðbæ Reykjavíkur sem var pakkfullur af fólki. Öll sem þarna voru mætt voru með það markmið að fagna í gleði og sýna hinsegin samfélaginu stuðning.
ÆSKÞ, Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar, tók þátt í göngunni líkt og síðastliðin ár.
Fríður og fjölbreyttur hópur
Fríður og fjölbreyttur hópur
Þessi fríði og fjölbreytti hópur gekk í gleðigöngunni fyrir hönd ÆSKÞ. Mætingin var í besta lagi og gleðin einkenndi þátttakendur. Meðal þátttakenda voru æskulýðsbörn, æskulýðsleiðtogar, starfsfólk safnaða og biskupsstofu, prestar, djáknar og biskupar.
Fleiri myndir úr göngunni má sjá hér fyrir neðan.
Gleðigangan 2024