-
Date032023 September
Að opna sig fyrir nærveru Guðs
Á námskeiði um iðkun kyrrðarbænar fræddust þátttakendur um hugleiðsluaðferð sem miðar að því að opna sig fyrir nærveru og verki Guðs í þögn.
Date012023 SeptemberUndirritun samstarfssamnings Markar hjúkrunarheimilis og Fossvogsprestakalls
Samstarfssamningur Markar hjúkrunarheimilis og Fossvogsprestakalls um aukið samstarf og ríkari þjónusta var undirritaður í dag. Samningurinn er liður í því markmiði sóknarnefnda og starfsfólks prestakallsins að efla samstarfið við mikilvægar stofnanir innan prestakallsins. Við fögnum samningnum og væntum góðs af honum til framtíðar.
Date312023 AugustKarlakaffi í Bústaðakirkju
Karlakaffið í Bústaðakirkju hefst að nýju föstudaginn 8. september nk. kl. 10. Allir karlar hjartanlega velkomnir.
Date312023 AugustBarnamessurnar hefjast að nýju í Bústaðakirkju
Barnamessurnar í Bústaðakirkju verða alla sunnudaga kl. 11 í vetur. Prestar, djáknar, organistar og leiðtogar leiða stundirnar. Samvera í safnaðarheimilinu eftir barnamessurnar. Verið hjartanlega velkomin í barnamessurnar í Bústaðakirkju.
Date272023 AugustKyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju
Kyrrðarbænanámskeið fer fram í Grensáskirkju laugardaginn 2. september nk. kl. 10-15. Kennarar á námskeiðinu eru dr. María G. Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli, séra Bára Friðriksdóttir og Ingunn Björnsdóttir. Nánar hér. Verið hjartanlega velkomin.
Date222023 AugustFermingarstörfin fara vel af stað
Fermingarstörfin fara vel af stað. Öflugur hópur fermingarbarna er skráður til þátttöku og foreldrar/forráðamenn fjölmenntu á fund síðastliðinn sunnudag. Við hlökkum til samstarfsins í vetur.
Date212023 AugustBarnakór Fossvogs
Bústaðakirkja og Tónskólinn í Reykjavík eru í samstarfi um að efla söng og tónsköpun hjá börnum með forskólanámi. Námið skiptist í hljóðfærasmiðju og kór. Kennarar eru Auður Guðjohnsen og Valdís Gregory. Nánari upplýsingar hér.
Date152023 AugustFermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju
Fermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 9. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum fer fram að loknu helgihaldi sunnudaginn 20. ágúst nk. Verið hjartanlega velkomin til fermingarstarfa í Fossvogsprestakalli.
Date092023 AugustÚtverðir mannréttinda og frelsis
Regnbogafánanum hefur verið flaggað bæði við Bústaðakirkju og Grensáskirkju í tilefni Hinsegin daga, sem standa yfir. Gleðilega Hinsegin daga.
Date312023 JulyFjölmenni í kvöldmessu í Bústaðakirkju
Fjölmenni var í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. júlí sl. kl. 20. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng við undirleik Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum. Við þökkum ykkur öllum samveruna.
Date232023 JulyYndisleg tónlist í kvöldmessu
Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson og Jónas Þórir önnuðust um tónlistina í kvöldmessunni í Bústaðakirkju, sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 20. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir