Fréttir
  • Date
    03
    2023 September

    Að opna sig fyrir nærveru Guðs

    Á námskeiði um iðkun kyrrðarbænar fræddust þátttakendur um hugleiðsluaðferð sem miðar að því að opna sig fyrir nærveru og verki Guðs í þögn. 

  • Date
    01
    2023 September

    Undirritun samstarfssamnings Markar hjúkrunarheimilis og Fossvogsprestakalls

    Samstarfssamningur Markar hjúkrunarheimilis og Fossvogsprestakalls um aukið samstarf og ríkari þjónusta var undirritaður í dag. Samningurinn er liður í því markmiði sóknarnefnda og starfsfólks prestakallsins að efla samstarfið við mikilvægar stofnanir innan prestakallsins. Við fögnum samningnum og væntum góðs af honum til framtíðar.  

  • Date
    31
    2023 August

    Karlakaffi í Bústaðakirkju

    Karlakaffið í Bústaðakirkju hefst að nýju föstudaginn 8. september nk. kl. 10. Allir karlar hjartanlega velkomnir. 

  • Date
    31
    2023 August

    Barnamessurnar hefjast að nýju í Bústaðakirkju

    Barnamessurnar í Bústaðakirkju verða alla sunnudaga kl. 11 í vetur. Prestar, djáknar, organistar og leiðtogar leiða stundirnar. Samvera í safnaðarheimilinu eftir barnamessurnar. Verið hjartanlega velkomin í barnamessurnar í Bústaðakirkju. 

  • Date
    27
    2023 August

    Kyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju

    Kyrrðarbænanámskeið fer fram í Grensáskirkju laugardaginn 2. september nk. kl. 10-15. Kennarar á námskeiðinu eru dr. María G. Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli, séra Bára Friðriksdóttir og Ingunn Björnsdóttir. Nánar hér. Verið hjartanlega velkomin.

  • Date
    22
    2023 August

    Fermingarstörfin fara vel af stað

    Fermingarstörfin fara vel af stað. Öflugur hópur fermingarbarna er skráður til þátttöku og foreldrar/forráðamenn fjölmenntu á fund síðastliðinn sunnudag. Við hlökkum til samstarfsins í vetur. 

  • Date
    21
    2023 August

    Barnakór Fossvogs

    Bústaðakirkja og Tónskólinn í Reykjavík eru í samstarfi um að efla söng og tónsköpun hjá börnum með forskólanámi. Námið skiptist í hljóðfærasmiðju og kór. Kennarar eru Auður Guðjohnsen og Valdís Gregory. Nánari upplýsingar hér. 

  • Date
    15
    2023 August

    Fermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju

    Fermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 9. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum fer fram að loknu helgihaldi sunnudaginn 20. ágúst nk. Verið hjartanlega velkomin til fermingarstarfa í Fossvogsprestakalli. 

  • Date
    09
    2023 August

    Útverðir mannréttinda og frelsis

    Regnbogafánanum hefur verið flaggað bæði við Bústaðakirkju og Grensáskirkju í tilefni Hinsegin daga, sem standa yfir. Gleðilega Hinsegin daga.  

     

  • Date
    31
    2023 July

    Fjölmenni í kvöldmessu í Bústaðakirkju

    Fjölmenni var í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. júlí sl. kl. 20. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng við undirleik Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum. Við þökkum ykkur öllum samveruna.

  • Date
    23
    2023 July

    Yndisleg tónlist í kvöldmessu

    Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson og Jónas Þórir önnuðust um tónlistina í kvöldmessunni í Bústaðakirkju, sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 20. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum. 

  • Date
    06
    2023 July

    Sumarlokun Grensáskirkju frá 16. júlí

    Grensáskirkja er lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí fram yfir verslunarmannahelgi. Kvöldmessur verða í Bústaðakirkju alla sunnudaga í júlí.