02
2024 November

60 ára fermingarafmæli

Í vor eru 60 ár síðan fyrstu fermingarbörn Grensássóknar fermdist hjá séra Felix Ólafssyni þáverandi sóknarpresti. Á þessum tíma var Grensáskirkja ekki byggð og ekki heldur safnaðarheimili hennar sem fyrstu árin þjónaði hlutverki kirkju. Árgangurinn fermdist því í Fríkirkjunni í Reykjavík vorið 1964 í tveimur athöfnum 19. apríl og 26. apríl en svo fermdust fjórir drengir um haustið í Laugarneskirkju 1. nóvember 1964.

Það var einn úr fermingarhópnum, Björn Jóhannsson hafði samband við okkur í Grensáskirkju og spurði hvort við vildum gera eitthvað að þessu tilefni og var svarið að sjálfsögðu já. Okkur fannst sjálfsagt að kirkjan yrði vettvangur fyrir fermingarhóp safnnaðarins að halda uppá afmælið og rækta tengslin sín á milli.
Árgangnum var því boðið til messu síðastliðinn sunnudag 21. apríl og hátíðarkaffi á eftir. Mikil ánægja var með framtakið og gaman að sjá fólk hittast aftur, sum jafnvel eftir 60 ár.

Image
Fermingarárgangur 1964