25
2024 November

Séra Þorvaldur heldur áfram að þjóna í Fossvogsprestakalli, samhliða prófastsstörfum

Séra Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðinn prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra vestra frá 1. júní nk. Hann tekur þá við af séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sem hefur sinnt starfi prófasts samhliða þjónuystu sinni sem sóknarprestur Háteigskirkju.

Séra Þorvaldur mun áfram sinni þjónustu sinni sem prestur Fossvogsprestakalls, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, samhliða verkefnum prófasts. 

Prófastur er valinn úr hópi þjónandi presta prófastsdæmisins, sem spannar tíu kirkjur frá Seltjarnarnesi að Elliðaám. Biskup Íslands sendi fyrir skömmu út bréf til formanna sóknarnefnda, djákna og presta sem þjóna á því svæði, og bauð þeim aðilum að tilnefna og mæla með presti af sínu svæði til þessarar þjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu hlaut séra Þorvaldur flestar tilnefningar og meðmæli og var því valinn til þessarar þjónustu, sem hann þáði.

Megi starf og þjónusta þjóðkirkjunnar í prestaköllum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra eflast og blómstra til framtíðar. 

Við biðjum séra Þorvaldi blessunar í þessum nýju verkefnum.