23
2024
November
Eskild Momme og Jónas Þórir organisti
Eskild Momme og Jónas Þórir organisti
Eskild Momme frá Frobenius orgelverksmiðjunni í Danmörku kom í heimsókn í Bústaðakirkju fyrir skömmu. Hann var hér á landi vegna smíði á nýju orgeli í Hallgrímskirkju.
Jónas Þórir kantor tók á móti honum í Bústaðakirkju og saman fóru þeir yfir ástand orgelsins. Svo virðist sem orgelið í Bústaðakirkju sé gæðasmíði og fagurt orgel, en eins og með annað þá er nauðsynlegt að yfirfara slíka gripi og halda þeim við. Nokkur atriði voru þar sem Eskild sagði að huga þyrfti að, en samantekt um þau atriði mun hann koma til kantors og sóknarnefndar, í framhaldi af heimsókn sinni.
Við þökkum Eskild fyrir komuna.