30
2024 April

Presta- og djáknastefna fór fram í Stykkishólmi

Presta- og djáknastefna fór fram í Stykkishólmi dagana 16. - 18. apríl sl. Presta- og djáknastefna er boðuð árlega af biskupi Íslands, þar sem djáknar og prestar koma saman til fundar og uppbyggingar. Á prestastefnu er fjölbreytt dagskrá fræðslu og uppörvunar, en að þessu sinni fjallaði dr. Peter Lodberg frá Danmörku um "Hlutverk kirkjunnar innan borgaralegs samfélags." Eins voru erindi á dagskrá um Lútherska heimssambandið, viðbragðsáætlun þjóðkirkjunnar, skráningu sóknarbarna, komandi kirkjudaga, flóttamanna- og innflytjendamál, nýja handbók presta og djákna, auk fjölbreytts helgihalds kvölds og morgna. 

Séra Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur Fossvogsprestakalls leiddi annan biblíulestur stefnunnar sem fram fór á fimmtudagsmorgni í Stykkishólmskirkju, sem góður rómur var gerður af. 

Á myndinni má sjá séra Daníel Ágúst í pontu fyrir framan altarið og að baki honum hin stórkostlega altaristafla eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.