25
2024
November
Skemmtilegt samstarf
Skemmtilegt samstarf
Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla héldu listasýningu í safnaðarheimili Grensáskirkju dagana 20. mars til 10. apríl sl.
Hanna Jónsdóttir myndlistarkennari fór fyrir hópnum, en hér til hliðar má sjá hana ásamt hluta af nemendahópnum, þar sem þau komu saman í sýningarlok.
Við þökkum nemendum, kennurum og stjórnendum Fjölbrautarskólans við Ármúla þetta skemmtilega samstarf. Myndirnar voru til mikillar prýði í safnaðarheimilinu yfir bænadaga og páska.
Það verður skemmtilegt að sjá hvort nemendurnir muni hasla sér frekar völl á listasviðinu í framtíðinni.
Megi framtíð þeirra vera björt.