23
2024 November
Image
Skráning hafin

Skráning hafin í fermingarfræðslu 2024-2025

Fermingarfræðsla Bústaðakirkju og Grensáskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagastöðu, hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki.  Fermingarfræðslan er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fermingar sem og skírn.  Í fermingarfræðslu tölum við um trú, kirkju, kærleika, ást og vináttu. Lífið og tilgang þess. Umhverfi okkar, gagnrýna hugsun og hvað það þýðir að vera manneskja. Við leggjum áherslu á virðingu fyrir öllum trú- og lífsskoðunarfélögum. Við viljum gefa börnunum tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um að gera Jesú Krist að leiðtoga og fyrirmynd. Við nálgumst þetta mikilvæga viðfangsefni á fjölbreyttan hátt með samtali, fyrirlestrum, myndböndum, leikjum og þátttöku í helgihaldi og æskulýðsstarfi
Afar mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn skrái virkt netfang sem þau skoða reglulega svo þau fái nauðsynlegar upplýsingar yfir veturinn

Skráning fer fram hér

Hvar og hvenær?

Fermingarfræðslan hefst á haustnámskeiði fyrir öll fermingarbörn Fossvogsprestakalls 19. - 21. ágúst  kl. 09:00 – 12:00.

19. ágúst mæta þau í kirkjuna sína, Grensáskirkju eða Bústaðakirkju
20. ágúst verðum við öll í Grensáskirkju
21. ágúst verðum við öll í Bústaðakirkju

Fræðslan í vetur verður svo í Bústaðakirkju á miðvikudögum kl. 15:30 og 16:30 og í Grensáskirkju á fimmtudögum kl 15:30

Vatnaskógur
Einn af hápunktum vetrarins er fermingarnámskeið í Vatnaskógi þar sem við dveljum í tvo daga. Farið verður í Vatnaskóg 16.-17. september. Brottför er kl. 8:00 frá Grensáskirkju og 08:15 frá Bústaðakirkju og komið til baka um kaffileytið daginn eftir. Þetta verður allt auglýst betur síðar.

Kostnaður
Fermingarfræðslugjaldið er samkvæmt gjaldskrá Prestafélags Íslands 23.388 krónur (https://prestafelag.is/gjaldskra/). Auk þess eru 2000 krónur fyrir fermingarkirtli og 2000 krónur fyrir fermingarfræðslubók. Fyrir utan þetta er Vatnaskógarferðin en sérstaklega er greitt hana 12.000 kr. sem er fyrir rútu og mat í Vatnaskógi. Ef fólk á í greiðsluerfiðleikum þá biðjum við ykkur að láta okkur vita.

Fermingardagar í Fossvogsprestakalli árið 2025 er hægt að finna hér