08
2024 October

Kirkjudagarnir eru öllum opnir

Kirkjudagar standa yfir þessa dagana. Þeir hófust á kveðjumessu frú Agnesar biskups sem fram fór í Dómkirkjunni í gær, sunnudaginn 25. ágúst kl. 11. Þaðan var síðan haldið í pílagrímagöngu yfir í Lindakirkju í Kópavogi þar sem setning kirkjudaganna fór fram kl. 16. Frú Agnes biskups leiddi setningarathöfnina þar sem Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi og Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings fluttu ávörp. 

Kirkjudagarnir standa yfir alla þessa viku og eru opnir öllum. Dagskráin er fjölbreytt þar sem áhugaverða fyrirlestra má finna, helgihald og samfélag, en nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér

Hápunktur kirkjudaganna er síðan vígsla nýs biskups, séra Guðrúnar Karls Helgudóttur, sem fram fer í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september nk. kl. 14. 

Allir eru velkomnir. Endilega kynnið ykkur fjölbreytta á áhugaverða dagskrá kirkjudaganna.