25
2024 November

Kirkjustarf fyrir alla aldurshópa, söngur og samvera, bænir og gleði

Litrík dagskrá er framundan í kirkjustarfi Bústaðakirkju og Grensáskirkju. 

Barnamessur verða á sínum stað í Bústaðakirkju alla sunnudaga kl. 11 og fjölskyldumessur einu sinni í mánuði í Grensáskirkju. Hefðbundið helgihald fer fram í Grensáskirkju alla sunnudaga kl. 11, þar sem iðulega er gengið til altaris. Hefðbundið helgihald fer fram í Bústaðakirkju kl. 13 alla sunnudaga. 

Kyrrðar- og fyrirbænastundir fara fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12-12:30, léttur hádegisverður í boði að bænastund lokinni. Hægt er að hringja inn eða senda tölvupóst og óska eftir fyrirbænum. 

Félagsstarf eldri borgara fer fram í Bústaðakirkju alla miðvikudag kl. 13-16. Fjölbreytt dagskrá framundan. 

Kvenfélagsfundir fara fram í Bústaðakirkju annan mánudag í hverjum mánuði klukkan 20 og prjónakaffi þriðja mánudag í hverjum mánuði kl. 20. Prjónakaffi fer fram í Grensáskirkju á hverjum fimmtudagsmorgni kl. 10-12. 

Foreldramorgnar eru gefandi stundir fyrir ungabörnin með foreldrum sínum alla fimmtudaga í Bústaðakirkju kl. 10-12. 

Karlakaffið verður á sínum stað í Bústaðakirkju annan föstudag í mánuði kl. 10-11:30. 

Tólf spora starf Vina í bata fer fram í Grensáskirkju alla fimmtudaga kl. 19:15-21:15. Opnir fundir verða dagana 5., 12. og 19. september. Kyrrðarbænastundir fara fram sömu daga kl. 18:15-18:45. 

Æskulýðsfélagið Poný heldur sína fundi í Grensáskirkju öll þriðjudagskvöld kl. 20-21:30, en æskulýðsfélagið er ætlað ungmennum í 8.-10. bekk. 

Kirkjuprakkarar og TTT eiga sína fasta pósta og fer starfið fram í Grensáskirkju valda þriðjudaga í haust. 

Tónlistarskóli Grafarvogs mun bjóða upp á tónlistarkennslu í Bústaðakirkju þar sem jafnframt verður starfræktur barnakór Fossvogs og Grafarvogs. 

Fermingarfræðslan fer fram í báðum kirkju, vikulega. 

Ef þú hefur áhuga á að gerast messuþjónn, vertu þá hjartanlega velkomin til þátttöku, prestarnir taka við slíkum óskum. 

Bakvaktarsími prestanna er 537-1250.

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu í vetur.