Fréttir
  • Date
    27
    2023 August

    Kyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju

    Kyrrðarbænanámskeið fer fram í Grensáskirkju laugardaginn 2. september nk. kl. 10-15. Kennarar á námskeiðinu eru dr. María G. Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli, séra Bára Friðriksdóttir og Ingunn Björnsdóttir. Nánar hér. Verið hjartanlega velkomin.

  • Date
    22
    2023 August

    Fermingarstörfin fara vel af stað

    Fermingarstörfin fara vel af stað. Öflugur hópur fermingarbarna er skráður til þátttöku og foreldrar/forráðamenn fjölmenntu á fund síðastliðinn sunnudag. Við hlökkum til samstarfsins í vetur. 

  • Date
    21
    2023 August

    Tónlistarnám og barnakórastarf í Bústaðakirkju

    TónGraf og TónFoss bjóða upp á tónlistarnám og barnakórastarf í Bústaðakirkju, í samstarfi við kirkjuna. Upplýsingar má finna á heimasíðu Tónlistarskólans í Grafarvogi og fer skráning fram í gegnum rafræna Reykjavík. Verið hjartanlega velkomin í starfið í Bústaðakirkju. 

  • Date
    15
    2023 August

    Fermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju

    Fermingarstörfin eru að hefjast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 9. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum fer fram að loknu helgihaldi sunnudaginn 20. ágúst nk. Verið hjartanlega velkomin til fermingarstarfa í Fossvogsprestakalli. 

  • Date
    09
    2023 August

    Útverðir mannréttinda og frelsis

    Regnbogafánanum hefur verið flaggað bæði við Bústaðakirkju og Grensáskirkju í tilefni Hinsegin daga, sem standa yfir. Gleðilega Hinsegin daga.  

     

  • Date
    31
    2023 July

    Fjölmenni í kvöldmessu í Bústaðakirkju

    Fjölmenni var í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. júlí sl. kl. 20. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng við undirleik Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum. Við þökkum ykkur öllum samveruna.

  • Date
    23
    2023 July

    Yndisleg tónlist í kvöldmessu

    Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson og Jónas Þórir önnuðust um tónlistina í kvöldmessunni í Bústaðakirkju, sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 20. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum. 

  • Date
    06
    2023 July

    Sumarlokun Grensáskirkju frá 16. júlí

    Grensáskirkja er lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí fram yfir verslunarmannahelgi. Kvöldmessur verða í Bústaðakirkju alla sunnudaga í júlí. 

  • Date
    06
    2023 July

    Steinunn Anna í starfsþjálfun

    Í sumar er guðfræðineminn Steinunn Anna Baldvinsdóttir í starfsþjálfun hjá sr. Maríu. 

  • Date
    05
    2023 July

    Kirkja mánaðarins

    Í Kirkjublaði Hreins S. Hákonarsonar er Bústaðakirkja ,,Kirkja mánaðarins."

  • Date
    27
    2023 júní

    Sumarstundir með einsöng á sunnudagskvöldum í Bústaðakirkju

    Sunnudagskvöldið 2. júlí kl. 20 syngur Gréta Hergils einsöng í guðsþjónustunni í Bústaðakirkju. Við erum öll velkomin á sumarlega stund í kirkjunni okkar. 

  • Date
    13
    2023 júní

    Marteinn Snævarr Sigurðsson tenór í kvöldmessu í Bústaðakirkju

    Marteinn Snævarr Sigurðsson tenór syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju, sunnudaginn 18. júní kl. 20:00. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.