23
2024
November
Bernadett, Edda og Gréta, við undirleik Antoníu Hevesí
Bernadett, Edda og Gréta, við undirleik Antoníu Hevesí
Sópransöngkonurnar Bernadett Hegyi, Edda Austmann Harðardóttir og Gréta Hergils Valdimarsdóttir héldu glæsilega hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Antonía Hevesí lék undir.
Séra Bryndís Böðvarsdóttir leiddi tónleikana.
Að tónleikum loknum var boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá helguð þeim fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendum þeirra.
Við þökkum öllum þátttökuna og framlagið til Ljóssins.
Styðjum Ljósið.
Dagskráin framundan
Dagskráin framundan
Fjölbreytt dagskrá er í Bleikum október í Bústaðakirkju. Nánari upplýsingar má finna á plakatinu hér til hliðar.