23
2024 November

Bernadett, Edda og Gréta, við undirleik Antoníu Hevesí

Sópransöngkonurnar Bernadett Hegyi, Edda Austmann Harðardóttir og Gréta Hergils Valdimarsdóttir héldu glæsilega hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Antonía Hevesí lék undir.

Séra Bryndís Böðvarsdóttir leiddi tónleikana.

Að tónleikum loknum var boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. 

Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá helguð þeim fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendum þeirra. 

Við þökkum öllum þátttökuna og framlagið til Ljóssins.

Styðjum Ljósið. 

Dagskráin framundan

Fjölbreytt dagskrá er í Bleikum október í Bústaðakirkju. Nánari upplýsingar má finna á plakatinu hér til hliðar.