-
Date152023 maí
Dásamleg vorhátíð barnastarfsins í Bústaðakirkju
Vorhátíð barnastarfsins í Bústaðakirkju fór fram sunnudaginn 14. maí kl. 11. Vorhátíðin markar lok vetrarstarfsins og munu barnamessurnar hefjast að nýju í ágúst/september. Guðsþjónusturnar í Bústaðakirkju í sumar verða kl. 20. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Date112023 maíKrílasálmar í Bústaðakirkju - yndisleg stund
Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari leiddi dagskrá á foreldramorgni í Bústaðakirkju með yfirskriftinni: Krílasálmar. Stundin var yndisleg og börnin nutu sín og einnig foreldrar og forráðamenn. Við þökkum öllum fyrir samveruna.
Date042023 maíSkólahljómsveit Austurbæjar með tónleika
Skólahljómsveit Austurbæjar hélt tónleika í Grensáskirkju í morgun klukkan níu. Nemendum úr skólum hverfisins var sérstaklega boðið á tónleikana, ásamt kennurum sínum og starfsfólki skólanna. Við þökkum Skólahljómsveit Austurbæjar innilega fyrir komuna í kirkjur Fossvogsprestakalls.
Date252023 AprilMenntadagur presta í Grensáskirkju
Á menntadegi Prestafélags Íslands, sem haldinn er í Grensáskirkju í dag, 25. apríl, er rætt um stöðu og framtíð kirkjunnar.
Date232023 AprilDásamleg uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju
Uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju fór fram í dag. Kirkjuprakkarar og TTT veltu fyrir sér mikilvægum gildum í góðum samskiptum og sköpuðu falleg listaverk, undanfarnar vikurnar. Afraksturinn var til sýnis í dag, á uppskeruhátíðinni sem hófst á fjölskyldustöðvamessu í Grensáskirkju.
Date202023 AprilSumardagurinn fyrsti í Fossvoginum. Gleðilegt sumar!
Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Fossvoginum. Við þökkum innilega fyrir samstarfið, undirbúninginn og framkvæmdina alla. Gleðilegt sumar.
Date192023 AprilHeimsókn í Kirkjuhúsið
Það er vel þess virði að gera sér ferð í Kirkjuhúsið, en nánari upplýsingar um opnunartíma Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar má finna á heimasíðunni kirkjuhusid.is. Á myndinni má sjá Eddu Möller framkvæmdastjóra Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar og Hólmfríði Ólafsdóttur djákna, í anddyri Kirkjuhússins, ásamt hluta af hópnum.
Date182023 AprilSkapandi barnastarf í Fossvogsprestakalli
Í dag voru kirkjuprakkararnir m.a. að vinna listaverk á boli og til umfjöllunar í dag var virðingin. Stöðugt hefur verið að fjölga í hópnum og í dag bættust enn við tveir þátttakendur.
Date182023 AprilHvernig er staðan hjá þeim sem þiggja aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar?
Vilborg Oddsdóttir segir frá stöðunni á Íslandi í dag og lýsir framtíðarhorfunum, eins og þær blasa við henni. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.
Date172023 AprilFimmtudagsmorgnar í Grensáskirkju
Glatt er á hjalla í Grensáskirkju á fimmtudagsmorgnum yfir kaffibollla, meðlæti og góðu spjalli. Næsta samvera er fimmtudaginn 4. maí.
Date172023 AprilFermingar gengu vel og messusókn var þokkaleg um páskana
Fermingar gengu vel í Fossvogsprestakalli og þokkaleg messusókn var í dymbilviku og um páskana.
Date232023 AprilAðalsafnaðarfundir Bústaðasóknar og Grensássóknar, sunnudaginn 23. apríl nk.
Aðalsafnaðarfundir Bústaðasóknar og Grensássóknar fara fram sunnudaginn 23. apríl nk. að loknu helgihaldi. Í Grensáskirkju fer aðalsafnaðarfundurinn fram í safnaðarheimilinu að lokinni messu kl. 12:05. Í Bústaðakirkju fer aðalsafnaðarfundurinn fram í safnaðarheimilinu að lokinni messu kl. 14:05.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir