07
2025 July

Sumarlokun í Grensáskirkju fram yfir verslunarmannahelgi

Sumarið er rólegur tími í kirkjustarfinu. Yfir vetrartímann iðar allt af lífi, þar sem ýmis konar hópastarf er í gangi nær alla daga vikunnar í báðum kirkjum prestakallsins, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Flestir dagskrárliðirnir fara í sumarfrí yfir hásumarið. Foreldramorgnarnir voru hins vegar starfræktir út júnímánuð að þessu sinni vegna góðrar þátttöku og síðan voru sumarnámskeið í boði fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Ungleiðtogar störfuðu síðan við Grensássöfnuð í júnímánuði bæði á sumarnámskeiðinum og einnig við ýmis önnur störf. 

Síðasta messan í Grensáskirkju fyrir sumarlokun fer fram sunnudaginn 13. júlí nk. kl. 11:00. Sumarlokun Grensáskirkju verður að venju frá 20. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Engin messa fer fram þá sunnudagana í Grensáskirkju. Fyrsta messa eftir sumarlokun Grensáskirkju fer svo fram sunnudaginn 10. ágúst nk. Kvöldmessur eru alla sunnudaga kl. 20 í Bústaðakirkju, utan sunnudaginn um verslunarmannahelgi. 

Prestar safnaðanna, séra Laufey Brá Jónsdóttir, séra Sigríður Kristín Helgadóttir og séra Þorvaldur Víðisson, eru til þjónustu reiðubúin, en þau skiptast á að vera í sumarfríi í sumar. Símanúmer prestanna má finna hér á heimasíðunni. 

Við biðjum fyrir öllum sem eru á ferð í sumar, biðjum Guð að gefa að allir skili sér heilir heim. 

Verið hjartanlega velkomin í kirkju í sumar.