21
2025 August

Gott upphaf á fræðslustarfinu

Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hófst á fermingarnámskeiði dagana 18. - 20. ágúst sl. Námskeiðið fór fram í Bústaðakirkju, Grensáskirkju og Fossvogskirkju og kirkjugarði. Dagskráin samanstóð af fræðslu, helgihaldi og leik. 

Framundan eru upplýsingafundir fyrir fermingarbörn og foreldra sem fara fram að loknu helgihaldi sunnudaginn 24. ágúst nk. kl. 11 í Grensáskirkju og kl. 20 í Bústaðakirkju. 

Mjög mikilvægt er að fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn taki þátt í helgihaldinu og fundinum. Velja má þá tímasetningu sem hentar best. 

Í helgihaldinu þann dag verða nýir prestar Fossvogsprestakalls, séra Sigríður Kristín Helgadóttir og séra Laufey Brá Jónsdóttir settar inn í embætti, eins og venja er í kirkjunni. 

Það verður því margfaldur hátíðardagur á sunnudaginn, þar sem söfnuðirnir bjóða nýja presta velkomna til starfa og einnig bjóðum við nýjan fermingarhóp velkomin til þátttöku í fræðslustarfinu. 

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Bústaðakirkju og Grensáskirkju og þátttöku í starfi prestakallsins. 

Séra Sigríður Kristín fræðir fermingarbörnin á fermingarnámskeiðinu