24
2025 April

Fjölbreytt, litskrúðug og falleg listaverk

Listaverk leikskólabarna frá leikskólum hverfisins prýða anddyri Bústaðakirkju þessa dagana. Sýningin var opnuð í dag, á Sumardaginn fyrsta. Þá fór fram í Bústaðakirkju stutt samvera áður en gengið var fylktu liði í skrúðgöngu niður í Vík. 

Skólahljómsveit Austurbæjar spilaði nokkur vel valin lög í Bústaðakirkju í dag, undir stjórn Snorra Heimissonar skólastjóra. Antonía Hevesí lék á píanó með Fanný Lísu Hevesí, sem söng tvö sumarleg lög. 

Hjalti Guðmundsson formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flutti ávarp. 

Hinn dýrmæti félagsauður í Fossvogi og í Bústaðahverfi birtist á svona degi. Hverfahátíðin á Sumardaginn fyrsta er skipulögð í góðu samstarfi fjölmargra aðila, félaga og stofana, og má þar nefna: Knattspyrnufélagið Víking, Bústaðakirkju, Skátafélagið Garðbúa, Félagsmiðstöðina Bústaði, Skólahljómsveit Austurbæjar, skóla og leikskóla hverfisins, foreldrafélög, Krambúðina, Reykjavíkurborg, lögregluna og fleiri. 

Við þökkum það dýrmæta samstarf. Mestu skiptir síðan þátttaka íbúa og samfélagsins alls, sem var býsna góð að þessu sinni. Við þökkum öllum fyrir komuna í Bústaðakirkju á Sumardaginn fyrsta. 

Sýning leikskólabarnanna mun standa hér næstu daga. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju til að líta á fallegu listasýningu leikskólabarnanna í anddyri kirkjunnar. Fleiri myndir frá sýningunni má sjá hér fyrir neðan.

Gleðilegt sumar. 

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Myndlistarsýning leikskólabarna í anddyri Bústaðakirkju

Hjalti Guðmundsson formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flutti ávarp

Skátafélagið Garðbúar og Skólahljómsveit Austurbæjar