20
2024 December

Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélagsins fylgdu fjármagninu í höfn

Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélags Bústaðasóknar færðu endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu fjárstyrk í dag, föstudaginn 20. desember, að fjárhæð kr. 500.000.- Móttökurnar í Ljósinu voru ljúfar og hlýjar.

Ég myndinni má sjá Andreu Þóru Ásgeirsdóttur, kirkjuvörð Bústaðakirkju, séra Sigurð Rúnar Ragnarsson, Ásbjörn Björnsson, framkvæmdastjóra, Hólmfríði Einarsdóttur iðjuþjálfa í Ljósinu, Hrefnu Guðnadóttur frá Kvenfélagi Bústaðasóknar, Hólmfríði Ólafsdóttur djákna og séra Þorvald Víðisson, af þessu tilefni. 

Fjármagnið var gjafafé frá tónleikagestum í Bleikum október í Bústaðakirkju. En í hádeginu alla miðvikudaga í október fóru fram tónleikar í Bústaðakirkju þar sem aðgangur var ókeypis. Tónleikagestum bauðst að leggja Ljósinu lið með fjárframlagi. Bústaðasókn hélt utan um þá fjármuni og afhenti síðan Ljósinu afraksturinn. 

Hin frjálsu framlög í Bleikum október voru tæplega kr. 400.000.-. Kvenfélag Bústaðasóknar ákvað síðan að bæta við þá fjárhæð rúmlega kr. 100.000.- svo heildarframlagið yrði kr. 500.000.-

Í viðbót við ofangreint voru seldar bleikar slaufur fyrir Krabbameinsfélagið fyrir kr. 245.000.-, sem skilað hefur verið til Krabbameinsfélagsins. 

Við þökkum listafólkinu öllu fyrir þátttöku og frábæra framgöngu hér á tónleikunum og þá sérstaklega Jónasi Þóri organista Bústaðakirkju sem hafði veg og vanda að skipulagningu og framkvæmt allra tónleikanna. Við þökkum jafnframt þeim fræðimönnum sem lögðu dagskránni lið með þekkingu sinni og skemmtilegheitum. Upplýsingar um þá aðila alla má finna á myndinni sem fylgir þessari umfjöllun, sjá hér fyrir neðan. 

Jafnframt þökkum við öllum tónleikagestum og söfnuðinum öllum fyrir þátttökuna með okkur í Bleikum október í Bústaðakirkju. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju á helgum hátíðum jóla.

Dagkrána framundan má einnig finna hér fyrir neðan. 

Umfjöllun um afhendingu fjárstyrksins í dag má einnig finna á vef Ljóssins, sjá hér

Við þökkum tónlistarfólkinu og öðrum sem tóku þátt, dýrmætt framlag þeirra

Við þökkum listafólkinu öllu fyrir þátttöku og frábæra framgöngu hér á tónleikunum. Við þökkum jafnframt þeim fræðimönnum sem lögðu dagskránni lið með þekkingu sinni og skemmtilegheitum. Upplýsingar um þá aðila alla má finna á myndinni sem fylgir þessari umfjöllun, sjá hér til hliðar. 

Jafnframt þökkum við öllum tónleikagestum og söfnuðinum öllum fyrir þátttökuna með okkur í Bleikum október í Bústaðakirkju. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju á helgum hátíðum jóla.

Jól og áramót í Bústaðakirkju og Grensáskirkju

Dagkráin framundan í Bústaðakirkju og Grensáskirkju á helgum jólum má finna hér til hliðar. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju á jólunum.