31
2024 October

Séra Skúli og dýrðlingarnir

Séra Skúli Sigurður Ólafsson flutti erindi í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Yfirskrift erindisins var: Hvað tók við af dýrðlingunum? Sálarheill og sálarró á 17. öld. 

Erindið var haldið í kjölfar hádegistónleika og að loknum léttum veitingum í hádeginu í safnaðarheimilinu. 

Við þökkum séra Skúli hans fróðlega framlags til Bleiks október í Bústaðakirkju, en yfirskrift dagskrárinnar í Bústaðakirkju að þessu sinni er: Miðaldir í helgihaldi og tónlist. Fróðlegt var því að fá að skyggnast inn í hugarheim fólks á 17. öldinni. 

Við þökkum öllum sem tóku þátt. 

 

Dagskráin framundan

Fjölbreytt dagskrá bíður okkar framundan, í Bleikum október í Bústaðakirkju. Sjá nánar hér.