12
2025 February

Ástin á dagskrá í Bústaðakirkju í febrúar

Ástin verður á dagskrá í Bústaðakirkju í febrúar. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra og samverur þrjú kvöld í tengslum við Valentínusardaginn, sem hafa ástina og kærleikann að leiðarljósi. Sólveig Rós foreldra- og uppeldisfræðingur, Lella Erludóttir markþjálfi og séra Sigríður Kristin Helgadóttir munu miðla af þekkingu sinni og flytja fyrirlestra og fjölbreytt efni. Jónas Þórir mun stýra tónum og ljóðum. 

Laugadaginn 15. febrúar verður síðan boðið upp á orgelleik og prestsþjónustu við hjónavígslur öllum að kostnaðarlausu, í tilefni af nýliðnum Valentínusardegi. 

Ástarmessa verður síðan á dagskrá sunnudaginn 16. febrúar kl. 13. 

Kynnið ykkur dagskrána, sjá plakatið, og verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.