17
2025
January
Bústaðakirkja vettvangur tónlistarkennslu og kórastarfs
Bústaðakirkja vettvangur tónlistarkennslu og kórastarfs
Bústaðakirkja og Tónskólinn í Reykjavík eiga með sér farsælt samstarf. Tónskólinn í Reykjavík (áður Tónlistarskóli Grafarvogs) nýtur aðstöðu í safnaðarheimili Bústaðakirkju, þar sem hljóðfærakennsla fer fram. Krakkar úr Fossvoginum og nágrenni Bústaðakirkju koma því til kirkjunnar í sína hljóðfæratíma. Samhliða hljóðfæranáminu taka börnin þátt í barnakórastarfi á vegum Tónskólans, á vettvangi Bústaðakirkju. Barnakórinn og hljóðfæraleikararnir koma síðan fram í helgihaldi kirkjunnar og gleðja kirkjugesti með söng og tónlist við ýmis tækifæri.
Við fögnum góðu samstarfi Bústaðakirkju og Tónskólans í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um starf skólans má finna hér.
Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í starfi Bústaðakirkju.