
Unga fólkið í fyrirrúmi í Fossvogsprestakalli sunnudaginn 30. mars nk.
Unga fólkið verður í fyrirrúmi í helgihaldinu í Fossvogsprestakalli, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, sunnudaginn 30. mars nk.
Verið hjartanlega velkomin.

Motown stemmning og kór FÍH í Bústaðakirkju
Motown stemning verður í Bústaðakirkju í helgihaldi dagsins kl. 13:00, þar sem hljómsveit úr FÍH og kór FÍH munu annast um tónlistina, ásamt Jónasi Þóri organista. Að fá svo glæsilegan kór í heimsókn er mikið gleðiefni, en stjórnandi kórsins er Una Stefánsdóttir. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Barnamessan verður á sínum stað í Bústaðakirkju kl. 11:00.

Flæðimessa og uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju
Flæðimessa og uppskeruhátíð barnastarfsins fer fram í Grensáskirkju kl. 11:00. Þátttakendur í kirkjuprakkarastarfi Fossvogsprestakalls munu taka þátt og sýna afrakstur starfsins. Kirkjuprakkarastarfið hefur verið blómlegt þetta misserið, þar sem yfirskriftin er Biblíusögur með leik og LEGÓ. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir starfið. Í flæðimessunni verður boðið upp á stöðvar, þar sem hægt verður að staldra við, upplifa, og leggja fram sín bænarefni. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson, Sólveig Franklínsdóttir, leiðtogar og messuþjónar leiða stundina.

Fimm brauð og tveir fiskar
Guðspjall sunnudagsins segir frá því þegar Jesús mettaði fólksfjöldann með tveimur fiskum og fimm brauðum.

Verið hjartanlega velkomin
Við hvetjum fermingarbörn og foreldra sérstaklega til að mæta í helgihald sunnudagsins, en að viku liðinni hefjast fermingar í Fossvogsprestakalli.
Verið hjartanlega velkomin í kirkju.