05
2025 March

Skólahljómsveit Austurbæjar, Barnakór Fossvogs og orgelnemendur

Æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Fossvogsprestakalli, sunnudaginn 2. mars sl. 

Skólahljómsveit Austurbæjar lék listir sínar í messu dagsins í Grensáskirkju kl. 11, undir stjórn Snorra Heimissonar hljómsveitarstjóra. Á myndinni hér má sjá hluta af sveitinni ásamt stjórnandan sínum og séra Sigríði Kristínu Helgadóttur, sem flutti hugvekju og leiddi stundina ásamt messuþjónum. Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris, sem leysti Ástu organista af, þennan sunnudaginn. 

Barnakór Fossvogs söng síðan í guðsþjónustu dagsins í Bústaðakirkju kl. 13, undir stjórn Valdísar Gregory, við undirleik Jónasar Þóris. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiddu almennan safnaðarsöng. Ungir orgelnemar léku á orgel undir handleiðslu Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar. Fermingarfeðgar lásu ritningarlestra. Barnamessan var á sínum stað kl. 11 í Bústaðakirkju. 

Við þökkum öllum fyrir samveruna á æskulýðsdaginn í kirkjum Fossvogsprestakalls. 

Barnastarfið er í fullum gangi þar sem kirkjuprakkarar, TTT og æskulýðsfélagið Poný heldur sína fundi í Grensáskirkju á þriðjudögum. Kynnið ykkur málið.

Verið hjartanlega velkomin í starfið í Fossvogsprestakalli. 

Ungir organista ásamt söngmálastjóra og sóknarpresti

Ungir orgelnemar léku á orgel undir handleiðslu Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar. Það voru þau Gréta Zimsen, Klementina Sinis, Vigdís Kristjánsdóttir og Ari Jóhann Ingu Steinunnarson. 

Hér eru þau ásamt Guðnýju og séra Þorvaldi að lokinni messu, en þau voru kölluð niður af kirkjuloftinu, svo kirkjugestir gætu þakkað þeim sína fögru tóna. 

Við biðjum þeim velgengni og blessunar og þökkum þeim og öðrum fyrir þátttökuna í æskulýðsdeginum í Bústaðakirkju.