03
2025 April

119 börn sóttu fermingarfræðslu í Fossvogsprestakalli

Fermingar eru að hefjast í Fossvogsprestakalli. 

Tæplega helmingur fermingarbarnanna mun fermast sunnudaginn 6. apríl í tveimur athöfnum í Bústaðakirkju, kl. 10:30 og kl. 13:00. Á Pálmasunnudag, 13. apríl verða síðan fermingar í bæði Grensáskirkju kl. 13:00 og Bústaðakirkju kl. 10:30 og kl. 13:00. Á öðrum degi páska, mánudaginn 21. apríl verða svo fermingar í báðum kirkjum kl. 11:00. Sunnudaginn eftir páska lýkur síðan fermingunum í prestakallinu með síðasta hópnum sem fermist þetta vorið, en sú athöfn fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 13:00. 

Fermingarathafnirnar eru hátíðarstundir í söfnuðum kirkjunnar. Í Fossvogsprestakalli er aðbúnaður svo ríkur að ekki hefur þurft að takmarka fjölda þeirra sem fylgja hverju fermingarbarni, kirkjurnar báðar eru það rúmgóðar. Allir eru því hjartanlega velkomnir til helgihaldsins. 

Við biðjum börnunum öllum blessunar á fermingardegi og til framtíðar. Biðjum fyrir þeim og fjölskyldum þeirra, að allt verði þeim til góðs og heilla. 

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Fossvogsprestakalli á komandi dögum, og í dymbilviku og um páska. 

 

Hátíðardagar í kirkjum Fossvogsprestakalls

Fermingar eru að hefjast í Fossvogsprestakalli. 

Tæplega helmingur fermingarbarnanna mun fermast sunnudaginn 6. apríl í tveimur athöfnum í Bústaðakirkju, kl. 10:30 og kl. 13:00. Á Pálmasunnudag, 13. apríl verða síðan fermingar í bæði Grensáskirkju kl. 13:00 og Bústaðakirkju kl. 10:30 og kl. 13:00. Á öðrum degi páska, mánudaginn 21. apríl verða svo fermingar í báðum kirkjum kl. 11:00. Sunnudaginn eftir páska lýkur síðan fermingunum í prestakallinu með síðasta hópnum sem fermist þetta vorið, en sú athöfn fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 13:00. 

Fermingarathafnirnar eru hátíðarstundir í söfnuðum kirkjunnar. Í Fossvogsprestakalli er aðbúnaður svo ríkur að ekki hefur þurft að takmarka fjölda þeirra sem fylgja hverju fermingarbarni, kirkjurnar báðar eru það rúmgóðar. Allir eru því hjartanlega velkomnir til helgihaldsins. 

Við biðjum börnunum öllum blessunar á fermingardegi og til framtíðar. Biðjum fyrir þeim og fjölskyldum þeirra, að allt verði þeim til góðs og heilla. 

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Fossvogsprestakalli á komandi dögum, og í dymbilviku og um páska.