
Nýjung í helgihaldi, en einnig allt hið hefðbundna á sínum stað
Dagskrá Fossvogsprestakalls, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í dymbilviku og á páskum er rík og litskrúðug. Tónlistin gjöful og textarnir djúpir. Bænir og samfélag gefandi. Helgihaldið miðlar reynslusögum um nærveru Guðs í heiminum. Nærvera Guðs miðlar friði, auðmýkt og mildi. Nærvera Guðs á páskum veitir upprisu og staðfestingu þess að lífið sigrar dauðann, ávallt er nýtt upphaf í vændum og dagrenning tekur við af dimmri nótt.
Hinir kristnu páskar miðla von um að allt fari vel, að lokum.
Hefðbundin dagskrá í dymbilviku og á páskum fer fram í kirkjunum báðum, þar sem hátíðarguðsþjónustur fara fram á páskadagsmorgni kl. 08:00 árdegis. Að lokinni hátíðarguðsþjónustu verður boðið til morgunverðar í kirkjunum báðum.
Nýjung í helgihaldi er einnig á dagskrá um þessa páska. Guðsþjónusta undir berum himni fer fram við sólarupprás á páskadag, 20. apríl nk. um kl. 05:30. Stundin fer fram sunnan við Fossvogskirkju, við anddyrið og Jesú-styttu Bertels Thorvaldsens, þar sem Jesús segir: Komið til mín. Bænir, sálmar og lestur undir erum himni, svo verður boiðið til altarisgöngu inni í Fossvogskirkju.
Nánari upplýsingar um dagskrá prestakallsins má finna á auglýsingunni.
Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í dymbilviku og á páskum.