30
2025 March

Andrea Þóra kirkjuvörður afhendir hér rósir

Konudagurinn var haldinn hátíðlegur í báðum kirkjum Fossvogsprestakalls, sunnudaginn 23. febrúar sl. þar sem rósir voru afhentar við kirkjudyr að messum loknum. 

Í Grensáskirkju fór messan fram klukkan 11, þar sem Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris organista, sem leysti Ástu organista af, þennan sunnudaginn. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. 

Í Bústaðakirkju fór messan fram kl. 13, þar sem félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju sungu undir stjórn Jónasar Þóris, organista. Marteinn Snævarr söng einsöng og síðan dúett með Unu Dóru. Séra Þorvaldur Víðisson prédkaði og þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. 

Hér á myndinni má sjá Andreu Þóru Ásgeirsdóttur kirkjuvörð Bústaðakirkju ásamt nokkrum fermingarstúlkum við rósabúntin að lokinni guðsþjónustu í Bústaðakirkju. 

Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldi Konudagsins í Fossvogsprestakalli.