
Þéttsetin Bústaðakirkja á hádegistónleikum
Bleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju riðu á vaðið ásamt Jónasi Þóri með hádegistónleikum miðvikudaginn 1. október sl. kl. 12:05. Jónas Þórir leiðir og stýrir dagskránni, eins og undanfarin 15 ár.
Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjarni Atlason, Edda Austmann Harðardóttir og Anna Sigríður Helgadóttir sungu einsöng.
Á efniskránni voru lög Bítlanna í bland við lög Gunnar Þórðarsonar og Magnúsar Eiríkssonar.
Tónleikagestir gerðu góðan róm af tónleikunum, studdu Ljósið með fjárframlögum og keyptu fjöldann allan af bleikum slaufum Krabbameinsfélagsins.
Næsta miðvikudag mun Diddú flytja sín uppáhaldslög ásamt Jónasi Þóri.
Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana í Bleikum október í Bústaðakirkju, en tónleikagestir fá færi á að styðja Ljósið og Krabbameinsfélagið.
Verið hjartanlega velkomin á Bleikan október í Bústaðakirkju. Dagskrána framundan má finna hér fyrir neðan.
Myndina hér með umfjölluninni tók Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og eins og sést var kirkjan þéttsetin.

Dagskráin framundan í Bleikum október í Bústaðakirkju
Hér má sjá dagskrána framundan í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Verið hjartanlega velkomin.