Kirkjan lifnar við þegar ungt fólk stígur fram
Sunnudaginn 28. september var haldin messa í Grensáskirkju þar sem fermingarbörnin tóku virkan þátt í helgihaldinu. Það er fátt sem gleður okkur meira en að sjá unga fólkið stíga fram, taka þátt og láta ljós sitt skína í kirkjustarfinu.
Við þökkum þeim fyrir frábæra þátttöku og hlökkum til komandi vetrar þar sem fram undan eru fleiri fjölbreyttar og uppbyggilegar samverustundir. Kirkjan lifnar við þegar við komum saman, unga fólkið, fjölskyldur og söfnuðurinn allur – til að fagna trú, von og kærleika.

Kirkjan lifnar við þegar ungt fólk stígur fram
Sunnudaginn 28. september var haldin messa í Grensáskirkju þar sem fermingarbörnin tóku virkan þátt í helgihaldinu. Það er fátt sem gleður okkur meira en að sjá unga fólkið stíga fram, taka þátt og láta ljós sitt skína í kirkjustarfinu.
Við þökkum þeim fyrir frábæra þátttöku og hlökkum til komandi vetrar þar sem fram undan eru fleiri fjölbreyttar og uppbyggilegar samverustundir. Kirkjan lifnar við þegar við komum saman, unga fólkið, fjölskyldur og söfnuðurinn allur – til að fagna trú, von og kærleika.