
Haustferð eldriborgara
Haustferð eldri borgara var farin miðvikudaginn 17. september sl. Farið var sem leið lá frá Bústaðakirkju til Hveragerðis. Þar var listasafn Árnesinga heimsótt. Þar stendur yfir haustsýning safnsins með verkum eftir Freyju Líf, Finnboga Pétursson, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Piotr Wbierski og Ilana Haiperin. Sýningin stendur yfir til jóla. Hópurinn naut síðan kaffiveitinga áður en keyrt var heimleiðis í gegnum Þingvelli. Haustlitirnir voru dýrðlegir.

Fermingarbörnin fóru í Vatnaskóg
Fermingarhópur vetrarins fór í árlega ferð sína í Vatnaskóg í vikunni. Um 100 fermingarbörn fóru úr Bústaðakirkju og Grensáskirkju ásamt prestum sínum, æskulýðsfulltrúa og leiðtogum. Dagskráin í Vatnaskógi var fjölbreytt. Þar voru fræðslustundir, skemmtistundir, kyrrðarstundir, leikir og söngur. Íþróttahúsið var opið og hægt að fara út á vatn á bátum. Hópurinn dvaldi í Vatnaskógi í rúman sólarhring, frá þriðjudagsmorgni 16. september til miðvikudags 17. september.
Vikulegir fræðslutímar eru í Bústaðakirkju á miðvikudögum kl. 15:30 og 16:30 og í Grensáskirkju á fimmtudögum kl. 15:30.

Þökkum fyrir samveruna
Við þökkum ungum sem öldnum fyrir samveruna í ferðum vikunnar. Allt gekk það vel og allir skiluðu sér heilir heim.